Í dag tóku gildi nýjar reglur heilbrigðisráðuneytisins um heimkomusmitgát. Er um að ræða hertar reglur um komu íslenskra ríkisborgara til landsins. Voru reglurnar settar að tillögu smitsjúkdómalæknis og almannavarna eftir nokkur tilfelli um útbreiðslu Covid-19 smita í kjölfar opnun landsins í upphafi mánaðarins.
Þetta þarft þú að vita ef þú ætlar að ferðast til Íslands á næstu misserum:
Fyrstu fimm dagana eftir heimkomu þarft þú að gangast undir svokallaða heimkomusmitgát. Hér er það helsta sem þú þarft að vita um að vera í heimkomusmitgát.
Þá mátt þú EKKI:
Þú ÞARFT að:
Þú MÁTT:
Fjórum til fimm dögum eftir heimkomu þarft þú að fara í aðra sýnatöku, þér að kostnaðarlausu. Ef sýnið er neikvætt fellur heimkomusmitgátin niður, en jákvætt sýni leiðir að sjálfsögðu til einangrunar, og sendir þá einstaklinga sem þú hefur verið í nánu samneyti við í sóttkví – það er því ráðlagt að takmarka þann fjölda eins og hægt er.
Heimkomusmitgátin nær eingöngu til íslenskra ríkisborgara vegna þess víðfeðma tengslanets sem þeir búa að hér á landi.