fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fréttir

Íslenskir bátar til grísku landhelgisgæslunnar

Heimir Hannesson
Föstudaginn 10. júlí 2020 17:00

mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bátasmiðjan Rafnar Hellas afhenti í gær grísku landhelgisgæslunni nýjan Rafnar 1100 björgunarbát, þann fyrsta af tíu. Byggja bátarnir allir á íslenskri hönnun, en eru og verða framleiddir í Grikklandi. Össur Kristinsson stoðtækjasmiður stofnaði Rafnar árið 2005 og hefur fyrirtækið síðan hannað og selt þessa hraðskreiðu báta. Rafnar báturinn þykir öruggari fyrir áhöfn og farþega. Kjölurinn er síðari en á sambærilegum bátum og klýfur hann þannig ölduna betur. Samkvæmt Hauki Alfreðssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, eykur það „lyftið“ í bátnum sem verður fyrir vikið rásfastari í beygjum og dregur það jafnframt úr höggum á bátinn.

Forsætisráðherra Grikkja viðstaddur

Sjálfur forsætisráðherra Grikkja, Kyriakos Mitsotakis, tók fyrsta bátinn formlega í notkun í gær. Stefnt er að því að afhenda einn á mánuði þar til tíu hafa verið afhentir. Samningurinn þykir marka tímamót fyrir fyrirtækið en er líka athygliverður í ljósi þess að Grikkland er mikil siglingaþjóð. Egill Helgason sagði til að mynda á Facebook í gær: „Sjálfur Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, tekur við bátnum sem er hannaður af Össuri Kristinssyni. Össur er einn stórbrotnasti maður sem ég hef kynnst. Þetta er ekki smá viðurkenning, því Grikkir þekkja sjó og siglingar þjóða best,“ og kemst þar ágætlega að orði. Grikkland er vissulega vagga úthafssiglinga í Evrópu og sjálfsagt viðurkenning fyrir fyrirtækið unga og íslenska að landhelgisgæsla Grikkja skuli velja íslenska hönnun í sín krefjandi verkefni.

Rafnar-1100 bátarnir eru búnir skotheldu stýrishúsi, gluggum og hurðum og verða notaðir af grísku landhelgisgæslunni í eftirlits og björgunarstörf. Bátarnir eru útbúnir öflugum nætursjónaukum og tveimur Mercury utanborðsmótorum og kemst á 50 hnúta hraða, eða um 92 km/klst á sjó.

Fjölskyldan stækkar

Fyrr í júlí tilkynntu Rafnar Maritime stækkun í Rafnar-fjölskyldunni og kynntu til leiks Rafnar 1430. Segir í tilkynningunni:

Rafnar 1430 líkt og aðrir bátar sem byggja á hönnun Össurar Kristinssonar er með afburða sjóhæfni, yfir 30 sjómílna ganghraða og 2 x 588KW aðalvélar. Hraðasvið er stórt og eyðsla á „raunvinnu-hraða“ er lítil, einkum á 8-16 sjómílum en jafnframt líka á hraðasviðinu 16-28 sjómílur. Þannig nýtir skipið einstaka hæfileika ÖK skrokksins til þess að lágmarka eyðslu án þess að fórna hraða eða stýrishæfni.

Hægt verður að útfæra Rafnar 1430 eftir þörfum viðskiptavina að ýmsu leiti, t.d. með léttbát og krana á afturskipi auk akkeris. „Við erum rígmontin af hinum nýja Rafnar 1430 og getum vart beðið eftir að sjá hann sigla kringum Ísland og um heimsins höf,“ segir í tilkynningu Rafnar. Sjá má fleiri myndir af afhendingu Rafnar-1100 í Grikklandi í gær og teikningar af Rafnar 1430 bátunum hér að neðan.

 

mynd/aðsend
mynd/aðsend
mynd/aðsend
mynd/aðsend
mynd/aðsend
mynd/aðsend
mynd/aðsend
mynd/aðsend
mynd/aðsend
mynd/aðsend
mynd/aðsend
mynd/aðsend
Rafnar 1430 mynd/facebook.com
Rafnar 1430 mynd/facebook.com
Rafnar 1430 mynd/facebook.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni
Fréttir
Í gær

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir mjög sérstakt að meintir hópnauðgarar séu ekki í gæsluvarðhaldi – „Knýjandi spurning sem lögreglan þarf að svara“

Segir mjög sérstakt að meintir hópnauðgarar séu ekki í gæsluvarðhaldi – „Knýjandi spurning sem lögreglan þarf að svara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svandís sér ekki eftir neinu – Vinstri græn hafi ekki átt „séns“ í stöðunni

Svandís sér ekki eftir neinu – Vinstri græn hafi ekki átt „séns“ í stöðunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði