fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fréttir

Hörður gagnrýnir flugfreyjur harðlega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. júlí 2020 14:36

Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fer hörðum orðum um afstöðu félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands varðandi samningaþref þeirra við Icelandair, í leiðara Fréttablaðsins í dag. Telur Hörður að sú niðurstaða félagsmanna FFÍ, að fella nýgerðan kjarasamning félagsins við Icelandair, muni leiða til þess að áform Icelandair um að sækja sér  allt að 30 milljarða í hlutfjárútboði muni ekki ganga eftir á næstunni. Hörður telur að fekari viðræður Icelandair við FFÍ séu til einskis:

„…Icelandair getur ekki gefið afslátt af hóflegum kröfum sínum, sem felast einkum í meiri sveigjanleika og vinnuframlagi flugliða, um að ná yfir 20 prósenta hagræðingu í launakostnaði. Enginn fjárfestir, þar á meðal lífeyrissjóðirnir, mun leggja Icelandair til aukið fjármagn nema því takist að sýna fram á að rekstrarhæfi félagsins sé tryggt til lengri tíma. Endurskoðaðir kjarasamningar skipta þar lykilmáli.“

Hörður staðhæfir að kjarasamningurinn myndi tryggja flugfreyjum einhver þau bestu kjör sem þekkjast:

„Flugfreyjufélagið hefur kosið að gera lítið úr þeirri staðreynd að þrátt fyrir breyttan kjarasamning yrðu kjörin eftir sem áður ein þau bestu sem þekkjast. Í því samhengi er rétt að hafa í huga að flugfélagið Play, sem enn á eftir að hefja starfsemi, hefur stært sig af því að hafa náð um 30 til 40 prósenta kostnaðarlækkun í samningum við flugmenn og flugliða borið saman við þá samninga sem WOW air var með við sínar flugstéttir – og voru þeir þó mun samkeppnishæfari en í tilfelli Icelandair.“

Hörður hvetur til þess að Icelandair láti reyna á forgangsréttarákvæði í kjarasamningum fyrir félagsdómi svo unnt verði að ráða flugfreyjur utan FFÍ. Telur hann að ákvæðið sé úrelt og muni ekki standast skoðun fyrir félagsdómi, starfsmenn sem vilji standa utan FFÍ eigi að geta samið við Icelandair:

„Forstjóri Icelandair hefur sagt að skoða verði aðrar leiðir eigi að takast að bjarga félaginu. Þar hlýtur að koma til greina – af nauðsyn vegna þessarar erfiðu stöðu – að Icelandair láti reyna á forgangsréttarákvæði í kjarasamningum fyrir félagsdómi svo unnt verði að ráða flugfreyjur sem eru utan FFÍ. Dæmin sýna að ólíklegt er að slíkt ákvæði, sem er barn síns tíma og er ætlað að tryggja félagsmönnum forgang að störfum hjá Icelandair, muni standast skoðun fyrir félagsdómi. Þar hlýtur að vega þyngst sú grundvallarregla í félagarétti að einstaklingar geti staðið utan tiltekins stéttarfélags. Vilji starfsmenn, sem kjósa að vera ekki í félagi við FFÍ, semja við Icelandair þá er erfitt að sjá að hægt verði að banna það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni
Fréttir
Í gær

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir mjög sérstakt að meintir hópnauðgarar séu ekki í gæsluvarðhaldi – „Knýjandi spurning sem lögreglan þarf að svara“

Segir mjög sérstakt að meintir hópnauðgarar séu ekki í gæsluvarðhaldi – „Knýjandi spurning sem lögreglan þarf að svara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svandís sér ekki eftir neinu – Vinstri græn hafi ekki átt „séns“ í stöðunni

Svandís sér ekki eftir neinu – Vinstri græn hafi ekki átt „séns“ í stöðunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði