fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fréttir

Guðjón sekur um stórfelldan fjárdrátt – hafði 17 milljónir úr Björgunarfélagi Árborgar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 10. júlí 2020 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið sakfelldur fyrir stórfelldan fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, en hann misnotaði stöðu sína sem gjaldkeri Björgunarfélagsins Árborgar til að auðgast með ólögmætum hætti.

Umfang brotanna nam um 17 milljónum króna sem áttu sér stað í fjölda millifærslna og úttekta af eldsneytiskortum og óheimillar notkunar á debet- og kreditkortum félagsins.

Maðurinn sem um ræðir heitir Guðjón Þór Emilsson, líkt og DV greindi frá þegar ákæra var gefin út í málinu í ágúst á síðasta ári.

Sjá einnig: Guðjón sakaður um að stela milljónum af björgunarsveit

Guðjón viðurkenndi brot sín að hluta strax við skýrslutöku hjá lögreglu. Þar kannaðist hann við að hafa millifært af reikningi Björgunarfélagsins í heimildarleysi, en hafnaði því þó að um fjárdrátt væri að ræða í öllum þeim fjölmörgu millifærslum sem átt höfðu sér stað. Sem gjaldkeri félagsins var hann sá eini með prókúru á reikningum.  Bar Guðjón því við að í einhverjum tilfellum hefði hann aðeins ætlað að fá lánað frá félaginu en greiða það svo til baka, en það hefði farist fyrir.

Fyrir dómi játaði hann í fjölmörgum liðum málsins. Kvaðst hann hafa verið stjórnarmaður og meðlimur, sem og gjaldkeri, í Björgunarfélagi Árborgar, en félagið hafi þann tilgang að vera björgunarsveit.  Ekkert eftirlit var með gjaldkerastörfum hans, og hann hafi haft öll greiðslukort félagsins undir höndum.  Í dómi segir:

„Kvaðst vera sekur um hluta af þessu, en hann væri ekki sekur um þetta allt saman. Hann hafi misnotað nótur vegna útlags kostnaðar. Kvaðst í raun játa sök að einhverju leiti, líkt og hann hafi gert við skýrslugjöf sína við rannsókn málsins.“

Sagði hann fleiri en hann hafa verið að misnota aðstöðu sína hjá félaginu, meðal annars með notkun á eldsneytiskorti og hafi hann látið það óátalið þar sem hann væri sjálfur að misnota kortið.

„Kannaðist ákærði við þann framburð sinn við rannsóknina að hafa litið fram hjá misnotkun á olíukortum félagsmanna til að ekki  kæmist upp um hans eigin brot.  Staðfesti ákærði þann framburð sinn. Kvaðst bara hafa greitt reikningana athugasemdalaust. Kvað ákærði að félagsmenn hafi ekki litið á þetta sem brot og hafi talið sig mega gera þetta þegar þeir notuðu eigin bíla fyrir sveitina. Kvaðst ákærði hafa geta kallað eftir upplýsingum um þetta, það hafi hann ekki gert heldur bara treyst mönnum“ 

Guðjón  sagði að árið 2010 hafi komið upp mál þar sem félagsmaður hafi verið að misnota olíukort félagsins. Hafi sá aðili sloppið vel og það hafi hvatt Guðjón til að gera slíkt hið sama þar sem engin refsing hefði verið við fyrra brotinu. Hann hafi því ákveðið að prófa þetta.

Búinn að ná sáttum við Björgunarfélagið

Samkvæmt formanni Björgunarfélagsins komst málið upp árið 2017 fyrir tilviljun þegar hann og formaður tækjaflokks sveitarinnar voru að skoða póstinn og séð þá kvittun fyrir olíukaupum á Akureyri. Þá hafi þeir farið að skoða málið og tilkynnt til lögreglu sem sá Guðjón kaupa eldsneyti á eigin bíl í eftirlitsmyndavél.  Í kjölfarið hafi verið kafað betur í málið og þá uppgötvast að Guðjón hafi misnotað fé félagsins allt frá árinu 2010.

Dómari taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að Guðjón hafi gerst sekur um stóran hluta þeirrar háttsemi sem hann var sakaður um í ákæru. Hins vegar var einnig horft til þess að hann hefði aldrei áður gerst brotlegur við hegningarlög og hafði áður en málið fór í dóm náð sáttum við björgunarfélagið sem lagði fram engar kröfur á hendur honum undir rekstri málsins.  Hann var því dæmdur til 12 mánaða í fangelsi en 9 mánuðum af þeim tíma er frestað og fellur niður eftir 2 ár ef skilorð er virt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni
Fréttir
Í gær

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir mjög sérstakt að meintir hópnauðgarar séu ekki í gæsluvarðhaldi – „Knýjandi spurning sem lögreglan þarf að svara“

Segir mjög sérstakt að meintir hópnauðgarar séu ekki í gæsluvarðhaldi – „Knýjandi spurning sem lögreglan þarf að svara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svandís sér ekki eftir neinu – Vinstri græn hafi ekki átt „séns“ í stöðunni

Svandís sér ekki eftir neinu – Vinstri græn hafi ekki átt „séns“ í stöðunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði