fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Samherjamálið fyrir rétti í Namibíu – Segir þúsundir manna hafa misst vinnuna og suma hafa svipt sig lífi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 18:40

Mynd: Auðunn Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willem Olivier, fulltrúi hjá rannsóknarstofnun spillingarmála í Namibíu – Anti-Corruption Commission – ACC – bar vitni í réttarhöldum yfir sakborningum í mútumálinu sem Samherji hefur verið bendlaður við, hinu svokallaða Fishrot máli. Réttað er yfir mönnum sem sakaðir eru um að hafa þegið mútugreiðslur til að liðka fyrir makrílkvóta til handa Samherja úr fiskveiðilögsögu Namibíu, en meðal þeirra er fyrrverandi stjórnarformaður sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu. 

Willem fullyrði að þúsundir manna hefði misst vinnuna vegna þessara spillingarmála og fólk hafi mótmælt fyrir utan skrifstofur rannsóknarstofnunarinnar. Sumir hafi jafnvel vel svipt sig lífi. Þetta kemur fram í namibískum fréttamiðlum í dag, meðal annars Informanté.

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, gerir þetta að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í dag og rifjar þar upp orð Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, um að Samherji væri ekki sálarlaust fyrirtæki. Kristinn skrifar:

„Sálirnar og sjálfsvígin.

Þegar Þorsteinn Már Baldvinsson ákvað fyrir rúmu hálfu ári að stíga tímabundið til hliðar úr forstjórastóli Samherja var það, að hans sögn, vegna þess að honum blöskraði umræðan um fyrirtækið í kjölfar opinberana í Samherjaskjölunum. Vildi hann taka fram að Samherji væri ekki „sálarlaust fyrirtæki“ og gat þess að yfir 800 manns störfuðu hjá því á Íslandi.

Í réttarsal í Namibíu í gær reifaði fulltrúi rannsóknarstofnunar spillingarmála (Anti-Corruption Commission – ACC) umsvif málsins og helstu þætti þess. Það vakti athygli að hann fór nokkuð ítarlega yfir áhrif þessara spillingarmála á samfélagið í Namibíu. Ekki aðeins hefði almenningur verið svikinn um réttmæta hlutdeild í vinnslu þessarar auðlindar, sem óhjákvæmilega hefði leitt af sér veikingu innviða samfélagsins, heldur hefðu nærri 5000 manns misst atvinnu sína í sjávarútvegi landsins og framfæri sitt þar með.

Líkast til má segja að Willem Olivier frá ACC hafi blöskrað, ekki blöskrað vegna umræðunnar heldur beinharðar afleiðingar spillingarmálanna í eigin landi. Þetta sagði hann, samkvæmt blaðinu Informante: „Almenningi er misboðið í þessu máli. Það hafa verið mótmæli. Fólk hefur jafnvel mótmælt við skrifstofur ACC, mótmælt í Walvis Bay og svo fjarri sem á Íslandi. Sjávarútvegurinn og einstaklingar glötuðu störfum. Sumir sviptu sig lífi“.

Já hvað segir fólkið með sálirnar?“

Sjá nánar: Umfjöllun Kveiks um Samherjaskjölin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir mjög sérstakt að meintir hópnauðgarar séu ekki í gæsluvarðhaldi – „Knýjandi spurning sem lögreglan þarf að svara“

Segir mjög sérstakt að meintir hópnauðgarar séu ekki í gæsluvarðhaldi – „Knýjandi spurning sem lögreglan þarf að svara“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Í gær

Svandís sér ekki eftir neinu – Vinstri græn hafi ekki átt „séns“ í stöðunni

Svandís sér ekki eftir neinu – Vinstri græn hafi ekki átt „séns“ í stöðunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði

Allt logar stafna á milli hjá sósíalistum: Jóna hættir í flokknum og urðar yfir Hallfríði