fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Flugfreyjur fella nýjan kjarasamning – Segjast hafa boðið ein bestu kjör sem þekkjast á alþjóðamarkaði

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 8. júlí 2020 13:00

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn. Atkvæðagreiðslu félagsins sem fór fram á netinu lauk í dag. Mikil ólga hefur verið innan flugfreyjufélagsins vegna samningana en samkvæmt heimildum DV eru uppi eru ásakanir um að Icelandair hafi tekið út tvö ákvæði sem talið var að héldust inni í samningnum.

72,65 % félagsmanna FFÍ kusu gegn samningnumn en á kjörskrá voru 921. 786 greiddu atkvæði eða 85,3 prósent.

Segja heimildarmenn DV að þessi vöntun skýrist af því að aðfaranótt 25. júní hafi aðilar komist að samkomulagi en nokkur smáatriði hafi þó vantað í samninginn og heiðursmannasamkomulag gert milli samningsaðila um að þessi atriði yrðu „soðin við samninginn“ áður en til sjálfrar undirritunar kæmi. Á þessum tímapunkti var klukkan orðin fjögur um nótt og smáatriði eins og að færa atriði úr einu skjali yfir í annað ekki eitthvað sem fólk hafi viljað hanga yfir. Raunin varð þó sú að þetta var ekki gert. Samningurinn var því undirritaður án þessara atriða. Sjá nánar hér.

 

Bogi segist bjóða ein bestu kjör sem þekkist á alþjóðamarkaði

Í fréttatilkynningu frá Icelandair segir að samningurinn hafi verið í samræmi við þau markmið sem lagt var upp með um að auka vinnuframlag en á sama tíma verja ráðstöfunartekjur flugfreyja og flugþjóna. Þá stuðlaði samningurinn að auknum sveigjanleika, bæði fyrir þróun leiðakerfis Icelandair og jafnframt sveigjanleika á vinnuframlagi fyrir starfsfólk. Félagið hefur nú þegar gengið frá samningum við flugmenn og flugvirkja en eins og fram hefur komið eru langtímasamningar við flugstéttir ein af forsendum þess að félagið geti lokið fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins sem nú stendur yfir og hafið fyrirhugað hlutafjárútboð.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group segist í tilkynningunni hafa reynt að tryggja ein bestu kjör sem þekkist á alþjóðamarkaði.

„Við höfum lagt allt kapp á að ná samningum við Flugfreyjufélag Íslands undanfarnar vikur og mánuði. Með þessum samningi gengum við eins langt og mögulegt var til að koma til móts við samninganefnd FFÍ. Þessi samningur hefði tryggt ein bestu kjör fyrir störf flugfreyja og flugþjóna sem þekkjast á alþjóðamarkaði en á sama tíma aukið samkeppnishæfni félagsins til framtíðar. Þetta eru því mikil vonbrigði. Nú verðum við að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni og munum gera það hratt og örugglega. Það hvílir mikil ábyrgð á okkur sem stjórna félaginu að tryggja rekstrargrundvöll þess til framtíðar og þar með verðmæti fyrir þjóðarbúið og mikilvæg störf, þar á meðal störf flugfreyja og flugþjóna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni

Áttatíu afbókanir í janúar og fleiri á leiðinni
Fréttir
Í gær

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið

Þorbjörg minnir á margföldun sekta fyrir vopnaburð – Hvetur fólk til að ræða unga fólkið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“

Friðjón minnist baráttu SUS fyrir réttindum hinsegin fólks – „Grunnstef bæði Sjálfstæðisstefnunnar og frjálshyggjunnar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni

Bráðabirgðaniðurstöður loðnumælinga gefa ekki ástæðu til bjartsýni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“

Faðir svarar Haraldi fullum hálsi – „Það að tala niður til fólks sem nýtir sér þann rétt er grafalvarlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn

Talsverð óánægja með nýja leikskólaskipulagið í Kópavogi – Mesta óánægjan með áhrif á fjárhaginn