fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Ólga meðal flugfreyja – „Engar líkur á að samningurinn verði samþykktur“

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 16:40

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfreyjufélag Íslands hefur staðið í ströngu undanfarið ár við að landa samningum við Samtök atvinnulífsins um störf þeirra fyrir Icelandair. Það var því glatt á hjalla í síðustu viku þegar samningar voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samningurinn var svo borinn undir félagsmenn flugfreyjufélagsins í atkvæðagreiðslu sem hófst í dag og stendur til miðvikudagsins 8. júlí.

Ljómi hveitibrauðsdaga samningsaðila entist þó ekki lengi því nú hefur DV heimildir fyrir því að unnið sé leynt að því að fá samninginn felldan og allar líkur á að það takist.

Heimildarmenn DV segja óheiðarleika Icelandair í samningaviðræðunum um að kenna. Nánast öruggt hafi verið í upphafi að samningurinn yrði samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta flugfreyja. Samúð með stöðu Icelandair hafi verið meðal stéttarinnar og samningurinn ásættanlegur. Einn heimildamaður DV, sem ekki vildi láta nafn síns getið, sagðist hafa verið tilbúinn til þess að taka á sig 93 þúsund króna tekjuskerðingu sem þessi samningur hefði valdið.

Óánægja hafi þó verið með hvernig Icelandair hafi staðið að samningaviðræðunum. Flugfélagið hafi í miðjum samningaviðræðum haldið kynningu á efni samningsins, stöðu flugfélagsins og mikilvægi þess að ná samningum. Vilja heimildamenn meina að slíkt sé brot á 25. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Þar segir: „Bannað er að skýra frá eða leiða vitni um umræður á sáttafundum og tillögur sem fram kunna að hafa verið bornar nema með samþykki beggja samningsaðila.“

Þrátt fyrir það hafi verið samningsvilji og jákvæðni meðal félagsmanna. Samningsviljinn hafi þó fljótt fjarað út þegar upp komst að ákvæði um aukinn hvíldartíma þeirra sem eru eldri en 60 ára hafi hreinlega vantað í samninginn. Segja heimildamenn DV að þessi vöntun skýrist af því að aðfaranótt 25. júní hafi aðilar komist að samkomulagi en nokkur smáatriði hafi þó vantað í samninginn og heiðursmannasamkomulag gert milli samningsaðila um að þessi atriði yrðu „soðin við samninginn“ áður en til sjálfrar undirritunar kæmi. Á þessum tímapunkti var klukkan orðin fjögur um nótt og smáatriði eins og að færa atriði úr einu skjali yfir í annað ekki eitthvað sem fólk hafi viljað hanga yfir.

Raunin varð þó sú að þetta var ekki gert. Samningurinn var því undirritaður án þessara atriða.

Greinin sem um ræðir tryggir þeim flugfreyjum sem eldri eru en 60 ára álag á greiddum flugstundum fyrir lengri flug. Nú er því kosið um samninginn án þessara atriða. FFÍ hefur unnið að því síðustu daga að kynna fyrir félagsmönnum þennan samning, nú síðast klukkan tíu í morgun þar sem fjölmenni kom saman. Gríðarlegrar óánægju verður vart á umræðusíðum flugfreyja á samfélagsmiðlum. Heimildamenn DV innan FFÍ sem rætt var við í dag voru allir á sama máli samningurinn hann verði kolfelldur í núverandi mynd. „Engar líkur á að samningurinn verði samþykktur svona,“ sagði einn félagsmaður FFÍ.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari vildi ekki tjá sig um atkvæðagreiðslu flugfreyjanna en sagði þó að það væri alltaf einlæg von samningsaðila og sáttasemjara að sátt væri um samningana. Ef samningurinn verður ekki samþykktur af félagsmönnum FFÍ fer málið á borð ríkissáttasemjara að nýju, þar sem það hefur verið frá því í apríl 2019.

Ef spár heimildarmanna DV rætast má því reikna með að fimmtugasti fundurinn í deilunni verði haldinn í húsakynnum ríkissáttasemjara mjög fljótlega.

Af orðum forstjóra Icelandair, Boga Nils Bogasonar, um mikilvægi þess að landa kjarasamningum við flugfreyjur, má ætla að neikvæð úrslit í atkvæðagreiðslunni gætu haft geigvænleg áhrif á framtíð félagsins.

DV óskaði eftir viðbrögðum Icelandair en hafði ekki borist svör fyrir birtingu fréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“

Tómas opnar sig um krabbameinið og lífið eftir greininguna – „Það eru ekki allir svona heppnir“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gagnrýnir Flokk fólksins harðlega – „Vond skilaboð“

Gagnrýnir Flokk fólksins harðlega – „Vond skilaboð“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu

Reikna með að hraunrennsli haldi áfram undir yfirborðinu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur