fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fréttir

Deildi myndbandi af utanvegaakstri og gefur lítið fyrir gagnrýni – „Hættu að vera Karen“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur sem gengur endir nafninu @Pauliusradziunas á samfélagsmiðlinum TikTok birti myndband á miðlinum sem sýnir hann stunda utanvegaakstur á Íslandi. Myndbandinu hefur nú verið eytt af TikTok, en á því mátti sjá hann keyra Mitsubishi Pajero-jeppa í hrauni og upp hól.

Í lögum um náttúruvernd kemur fram að akstur utan vega sé ólögmætur og að refsing geti verið í formi sekta eða tveggja ára fangelsisdómur.

[videopress 6eRW7zU8]

„Hættu að vera Karen“

Áður en myndbandinu var eytt mátti sjá nokkra Íslendinga lýsa yfir óánægju sinni yfir því og benda á að utanvegaakstur væri ólöglegur. @Pauliusradziunas gaf lítið fyrir þær ásakanir sagði bað fólk um að hætta að kvarta.

„Hættu að vera Karen“ sagði hann við eina konu sem benti honum á að athæfið væri ólögmætt. Karen er orð sem hefur undanfarið verið mikið notað á samfélagsmiðlum yfir hvítar konur sem nýta sér forréttindastöðu sína og kvarta mikið.

Umhverfisstofnun ætlar að láta lögreglu vita

Blaðamaður DV sendi myndbandið á Umhverfisstofnun sem sagði að málið væri nú til skoðunar. Nú væri unnið að því að staðsetja hvar myndbandið væri tekið upp og síðan yrði umfang skemmdanna metin. Síðan yrði málinu vísað til lögreglu.

„Við höfum fengið ábendingar um þetta myndband og erum að skoða málið.  Það snýr þá aðallega að því að finna nákvæma staðsetningu á því hvar þetta var tekið upp og að meta umfang skemmdanna. Þessu verður svo vísað til lögreglu þegar það liggur fyrir.“

Svo virðist vera að @Pauliusradziunas sé kominn úr landi, en í seinasta myndbandinu sem hann deildi á TikTok má sjá hann í flugvél ásamt textanum „Loksins á heimleið“.

TikTok hefur undanfarin misseri fest sig í sessi sem einn vinsælasti samfélagsmiðill heims. Þar birtir fólk gjarnan myndbönd af öllu mögulegu, gjarnan í takt við tónlist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fordæmdu fréttaflutning en flúðu undan viðtalsbeiðnum í rúmlega hálft ár – „Það vill enginn tala“

Fordæmdu fréttaflutning en flúðu undan viðtalsbeiðnum í rúmlega hálft ár – „Það vill enginn tala“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að svara til saka vegna hættulegrar líkamsárásar á sumarnóttu árið 2022

Þarf að svara til saka vegna hættulegrar líkamsárásar á sumarnóttu árið 2022