Einar Hermannsson náði kjöri sem formaður SÁÁ rétt í þessu miklum yfirburðum. 32 atkvæði gegn níu atkvæðum Þórarins Tyrfingssonar. Það var stjórn félagsins sem kaus formann. Áður kusu meðlimir félagsins á milli tveggja lista frá frambjóðendunum, en þar hafði listi Einars betur, en listinn fyllir einungis út í 16 af þeim 48 sætum sem eru í stjórn. 41 greiddi atkvæði á fundi aðalstjórnar sem haldinn var eftir aðalfundinn.
Eitthvað vesen var á kosningunni, en í upphafi bárust fleiri atkvæði en kusu. Því var kosið aftur.
Aðdragandi kosninganna hefur verið erfiður, en hann hefur einkennst af átökum á milli stuðningsmannahópanna.
Þá var einnig kosið í framkvæmdastjórn samtakanna.
Framkvæmdastjórn SÁÁ verður eftirfarandi:
Sigurður Friðriksson
Svala Ísfeld
Héðinn Eyjólfsson
Anna Hildur
Sigurbjörg Anna Þór Björnsdóttir
Gróa Ásgeirsdóttir
Þráinn Farestveit
Frosti Logason
SJÁ EINNIG: Frosti Logason, Steinunn Valdís og Þóra Kristín í stjórn SÁÁ
SJÁ EINNIG: Aðalfundur SÁÁ – „Fólki ekki heilsað og verið að enda vinskap á Facebook“
SJÁ EINNIG: Rafmagnað andrúmsloft á aðalfundi SÁÁ – Blaðamanni vísað í burtu
SJÁ EINNIG: Frambjóðandi til formanns SÁÁ: Hann vill ráða einn en ég vil dreifa valdinu