fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Segir að vitlaus staðsetning X-ins þurfi ekki að skipta máli

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 27. júní 2020 20:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag greindi DV frá því að margir væru ósáttir með kjörseðlana í forsetakosningunum sem fram hafa farið í dag. Kjósendum fannst mörgum hverjum kjörseðlar og leiðbeiningar óskýrar. DV fékk ábendingar frá fólki sem taldi sig óvart hafa ógilt kjörseðilinn.

Athugið: Rétt er að setja X fyrir framan nafn frambjóðanda.

Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður segir við RÚV að þó að fólk hafi ekki gert líkt og segir til um í lögum, þá sé það vilji kjósenda sem ráði. Það verður til þess að hafi maður sett X vitlaust þá gæti atkvæðið en verið gilt.

„Svo er sjónarmið um að vilji kjósandans eigi að ráða. Það hefur heilmikið að segja. … Jafnvel þó að hann [krossinn] sé ekki beint fyrir framan, þó hann sé fyrir aftan, veldur það ekki endilega ógildi.“ sagði Erla við RÚV.

SJÁ Einnig:  Kjörseðlaklúður í kosningunum – Báðust afsökunar á kjörstað

Vegna vandræða dagsins verður að teljast líklegt að þeir sem að telji atkvæðin verði gjafmildir og leyfi fólki að njóta vafans sé vilji þeirra skýr. Þó er ekki hægt að útiloka að hönnun seðilsins muni hafa einhver áhrif á niðurstöðurnar. Þá er áhugavert hvernig það er túlkað ef aðeins eitt X er sett á kjörseðil en það hafi komið yfir nafn frambjóðanda.

Í seinustu kosningum voru ógild atkvæði 622.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú