fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Kjörseðlaklúður í kosningunum – Báðust afsökunar á kjörstað

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 27. júní 2020 17:25

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hverjir virðast ósáttir með kjörseðlanna í forsetakosningunum sem nú fara fram. DV hefur fengið þónokkrar ábendingar vegna seðilsins, en sumum finnst ekki nægilega skýrt hvernig er rétt að merkja við þann frambjóðanda sem fólk vill kjósa.

Sjá einnig: Segir að vitlaus staðsetning X-ins þurfi ekki að skipta máli

Ýmsir kjósendur sem blaðamaður hefur rætt við telja sig hafa óvart ógilt atkvæði sitt, til dæmis með því að setja X fyrir aftan nafn frambjóðanda, undir það, yfir það eða hring í kringum það. DV fékk þær upplýsingar frá fulltrúa kjörstjórnar að það ógilti atkvæðið að setja x annars staðar en fyrir framan nafn frambjóðanda.

Blaðamaður hefur fengið að heyra þó nokkrar sögur frá ungu fólki sem er að kjósa í fyrsta eða annað sinn og telur sig mögulega hafa skilað ógildum atkvæðum vegna þessa.

Í Kórnum, Kópavogi er kjörstaður. DV hefur heimildir fyrir því að fólk sem er í kjörstjórn þar hafi beðið kjósendur afsökunar vegna seðlanna sem mistökin við framkvæmdina „klúður“.

Einn kjósandi sagðist hafa sett X undir nafn frambjóðanda og síðan spurt hvar maður ætti að setja X-ið, fengið svör um að það væri fyrir framan nafnið. Manneskjan fór þá inn og setti líka X fyrir framan og skilaði því seðlinum með tveimur X-um.

Áhugavert verður að sjá fjölda ógildra atkvæða þegar að tölur fara að berast í kvöld. Þau gætu orðið talsvert fleiri en vanalega.

UPPFÆRT

Í þessari frétt sagði áður að það ógilti atkvæðið ef X-ið væri annars staðar en fyrir framan nafn frambjóðanda, eins og DV hafði fengið upplýsingar um hjá fulltrúa í kjörstjórn. Hið rétta er að það veldur ekki sjálfkrafa ógildingu. Sjá:

Sjá einnig: Segir að vitlaus staðsetning X-ins þurfi ekki að skipta máli

Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður segir við RÚV að þó að fólk hafi ekki gert líkt og segir til um í lögum, þá sé það vilji kjósenda sem ráði. Það verður til þess að hafi maður sett X á rangan stað þá gæti atkvæðið enn verið gilt.

„Svo er sjónarmið um að vilji kjósandans eigi að ráða. Það hefur heilmikið að segja. … Jafnvel þó að hann [krossinn] sé ekki beint fyrir framan, þó hann sé fyrir aftan, veldur það ekki endilega ógildi.“ sagði Erla við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X

Fá ekki greitt fyrir óunna yfirvinnu úr þrotabúi Skagans 3X
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu