Baráttan við eldinn var erfið og tímafrek. Slökkvistarfi lauk í gærkvöldi. Vettvangsrannsókn lögreglu hefst væntanlega í dag.
Sex voru fluttir á slysadeild og liggja einhverjir þeirra á gjörgæsludeild. Talið er að 6 til 10 manns hafi verið í húsinu þegar eldurinn kom upp.
Þrír voru handteknir á vettvangi í gær og er lögreglan að skoða tengsl þeirra við málið hefur Morgunblaðið eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni.
Eins og DV skýrði frá í gær var karlmaður handtekinn í rússneska sendiráðinu í gær, skömmu eftir að tilkynnt var um eldinn, en ekki hefur fengið staðfest að hann tengist eldsvoðanum.