Maður var í dag handtekinn í Rússneska sendiráðinu í Garðastræti 33 í Reykjavík frá þessu greindi Fréttablaðið.
Samkvæmt heimildum DV tengist umræddur maður brunanum sem átti sér stað í húsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs, sem fjölmiðlar hafa fjallað mikið um í dag.
Á myndbandi sem Fréttablaðið birti, má sjá þegar að maðurinn er færður burt í járnum. Hann virðist ekki hafa viljað fara sjálfviljugur og héldu því þrír lögreglumenn á manninum. Hann var lagður á magan fyrir utan lögreglubílinn áður en haldið var á honum inn í bílinn.