fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Stórfelld líkamsárás á Shooters framin í hefndarhug – Fórnarlambið lamað fyrir neðan háls

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm yfir Artur Pawel Wisocki vegna líkamsárásar í garð dyravarða á skemmtistaðnum Shooters.

Annað fórnarlambana hlaut mikin skaða af og telur sérfræðingur að hann muni ekki jafna sig.

Umrædd árás átti sér stað sumarið 2018. Í dómnum er tekið fram að Artur hafi haft „styrkan og einbeittan vilja“ til árásarinnar. Myndbandsupptaka á að sanna það.

„Ákærði hafi með félögum sínum lagt á  ráðin um líkamsárás á dyraverðina tvo, í hefndarhug eftir  að  hafa  verið  vísað  út  af  skemmtistaðnum  fyrr  um  kvöldið.  Sést  glögglega  af upptökum eftirlitsmyndavéla þar sem ákærði og félagar hans ganga hröðum skrefum til  baka  að  skemmtistaðnum  og  ráðast  ákveðið  og  án nokkurra  málalenginga  á dyraverðina  tvo  í  anddyrinu.“

Artur á að hafa kýlt annan vörðinn í andlitið, síðan elt hann er hann reyndi að komast undan. Þá á hann að hafa hrint verðinum niður um nokkur þrep þannig að höfuð hans lenti illa og síðan veist að honum með hnefahöggum og spörkum í andlit og höfuð.

Dyravörðurinn hlaut mikin skaða af, eða lömun í stærstum hluta líkamans.

„Með þeim afleiðingum að hann hlaut bólgu og mar á hægri augabrún, skrámu á hvirfli, margþætt brot í fimmta hálshryggjarlið, mænuáverka og meðfylgjandi lömun fyrir neðan háls.“

„Eftir tvo til þrjá mánuði hefði hins vegar verið ljóst að áverkinn var varanlegur og lömunin myndi ekki ganga til baka. Yfirlæknirinn kvað áverkann á mænunni hafa orðiðvið áverkann. Hrygginn sé hægt að laga og vonast til að mænan lagist við það. Það sé hins vegar sjaldnast raunin og hafi svo orðið hjá brotaþola. Mænan hafi skemmst og „leiðsla yfir þetta skemmda svæði verður aldrei fyrir hendi“, eins og hann orðaði það.“

Artur vildi meina að ósannað væri að hann hefði hrint manninum, en viðurkenndi að hafa beitt manninn öðru ofbeldi.

Líkt og áður kom fram var Artur dæmdur í fimm ára fangelsi og voru önnur dómsorð óröskuð. Hvað varðar miskvabætur annar svegar 600.000 krónur og hins vegar 6.000.000.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilja flagga alla daga

Vilja flagga alla daga
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“
Fréttir
Í gær

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“

Ógnarástand í Breiðholtsskóla: „Það eina sem dóttir mín er að læra núna er að vera þolandi ofbeldis“
Fréttir
Í gær

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“

Fyrrum þingmaður vill leiða Siðmennt – „Trúfrelsið er lítils virði án tjáningarfrelsisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra