fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Formannsframbjóðandi SÁÁ: Spilakassatekjur „svartur blettur“ á starfseminni.

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 18. júní 2020 16:00

Einar Hermannsson býður sig fram til formanns SÁÁ. mynd/Einar Hermansson og saa.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt bendir til þess að rekstur SÁÁ á spilakössum og framtíð 9% eignarhluts samtakanna í Íslandsspilum muni spila stórt hlutverk í komandi stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna 30. júní. Stjórn samtakanna skipa 48 manns, en kosið er á hverju ári um 16 stjórnarsæti og er kjörtími hvers stjórnarmanns þrjú ár. Þessi stjórn kýs sér svo 9 manna framkvæmdastjórn og stjórnarformann. Þegar hafa tveir gefið kost á sér, þeir Þórarinn Tyrfingsson fyrrum formaður og yfirlæknir samtakanna, og Einar Hermannsson sem nýverið sagði sig úr framkvæmdastjórn en er áfram stjórnarmaður SÁÁ.

Spilakassatekjur SÁÁ hafa lengi verið þyrnir í augum margra og deilt hefur verið um þær innan stjórnar SÁÁ. Stór hluti starfseminnar er að veita spilafíklum og aðstandendum meðferð og aðstoð. Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks um spilafíkn sagði m.a. frá upplifun íslenskra spilafíkla af aðkomu SÁÁ að rekstri spilakassa: „Spilafíklar hafa gagnrýnt þá meðferð harðlega og sagt hana í skötulíki auk þess sem þeir segja SÁÁ ekki trúverðugan meðferðaraðila fyrir spilafíkla á sama tíma og samtökin þiggi tugi milljóna króna á ári í tekjur af rekstri spilakassanna […].

Svartur blettur á starfseminni

Einar Hermannsson, annar frambjóðendanna, segir að rekstur spilakassanna sé svartur blettur á samtökunum sem þurfi að hreinsa. Tekjur samtakanna af spilakössum nema um 55 milljónum að sögn Einars af um 1.200 milljóna heildarveltu. „Þó að 55 milljónir séu vissulega umtalsverð fjárhæð, er það lítill hluti heildarveltu samtakanna og því ætti að vera gerlegt að afla þeirra tekna með öðrum leiðum.“ Einar segist kannast við að tekjuöflun SÁÁ með Íslandsspilum hafi fælandi áhrif á aðrar tekjuleiðir. „Það er viðbúið að fólk sé síður tilbúið til þess að styðja SÁÁ fjárhagslega og gæti þetta því bitnað á öðrum tekjuleiðum.“ Þannig gæti bilið sem þyrfti að brúa verið enn minna, að sögn Einars.

Aðrir stórir hluthafar í Íslandsspilum eru Rauði Krossinn og Slysavarnafélagið Landsbjörg. Rauði Krossinn á 64% hlut og Landsbjörg 26,5%. Afganginn eða 9,5% eiga SÁÁ. Þó allt séu þetta góðgerðarsamtök er það grundvallarhlutverk SÁÁ í báráttunni við spilafíkn og afleiðingar hennar sem stinga hvað sárast. „Ekkert réttlætir þessa tekjuleið SÁÁ,“ segir Einar staðfastlega.

„50/50“ líkur á kjöri

Spurður út í möguleika Einars í kjörinu segir hann líkurnar vera 50/50 en valið sé auðvitað þeirra sem mæta á aðalfundinn 30. júní og kjósa. „Valið stendur á milli þess að færa samtökin til nútíðar og horfa til framtíðar eða fara aftur til fortíðar,“ segir Einar um kosningabaráttu við mótframbjóðanda sinn, Þórarinn Tyrfingsson. Endurkoma Þórarins er í huga sumra aðeins formfesting á orðnum hlut því aðkoma hans hefur verið mikil síðan hann lauk formlega störfum hjá SÁÁ 2017 og að sögn innanbúðarmanna hjá SÁÁ valdið fjaðrafoki og skemmt vinnuandann.

Aðspurður hvernig SÁÁ færi að því að losa sig við hlut sinn í Íslandsspilum segir Einar þá ákvörðun að sjálfsögðu vera í höndum framkvæmdastjórnar allrar, en best færi á því að hluturinn yrði einfaldlega gefinn hinum tveim hluthöfunum. Ekki sé um hefðbundin verðbréf að ræða og því vafalaust illgerlegt að selja hlutinn. Strangar reglur gildi um rekstur spilakassa á Íslandi og er það aðeins Íslandsspil og Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) sem hafa leyfi til slíks reksturs. Raunar er sérstaklega minnst á að heimild ráðherra til leyfisveitingar sé sérstaklega bundið við þessa tvo aðila. Segir í fyrstu grein laga um spilakassa að „[d]ómsmálaráðherra [sé] heimilt að veita Íslenskum söfnunarkössum (ÍSK), félagi í eigu Rauða kross Íslands, Landsbjargar, Samtaka áhugamanna um áfengis- og vímuefnavandann og Slysavarnafélags Íslands, leyfi til að starfrækja söfnunarkassa með peningavinningum.“

Spilakassar ekki eina deiluefnið

Ýmislegt annað greinir frambjóðendurnar í sundur. Einar segir að aðskilja verði áhugamannasamtökin SÁÁ frá þeim hluta samtakanna sem reka og veita heilbrigðisþjónustu. „Greinir þar á milli okkar Þórarins. Ég vil fá faglega stjórn yfir sjúkrahúsreksturinn og aðra stjórn yfir grasrótarsamtökin. Fyrirkomulagið nú sé algjörlega úrelt“ Andstæðingar þessara sjónarmiða segja að verið sé að færa SÁÁ undir hatt ríkisins. Einar segir það fjarri raunveruleikanum: „Það er absúrd, við viljum bara fagstjórn yfir sjúkrahússtarfsemi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti