fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Minni rafrettunotkun hjá börnum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júní 2020 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tölum frá Rannsóknum og greiningu hefur dregið mjög úr rafrettunotkun barna. Hjá börnum í tíunda bekk grunnskóla á landinu öllu nota nú 6% rafrettur daglega en fyrir tveimur árum var hlutfallið 10%.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að í Reykjavík hafi notkunin helmingast á einu ári, úr 12% niður í 6%.

„Það má segja að samfélagið hafi vaknað gagnvart þessu á síðasta ári. Fréttir fóru að berast af veikindum fólks og almennt séð fórum við að tala um skaðsemi rafretta.“

Hefur Fréttablaðið eftir Margréti Lilju Guðmundsdóttur sérfræðingi hjá Rannsóknum og greiningu.

Í september á síðasta árið skýrði Landlæknisembættið frá því að lungnaveikindi íslensks unglings tengdust rafrettunotkun. Í Bandaríkjunum voru sambærileg veikindi þá orðin um 500.

„Við sáum það í gögnunum okkar að unglingar upplifðu mildara viðhorf foreldra sinna gagnvart rafrettum en sígarettum eða áfengi. Að foreldrarnir hafi ekki talið þær jafn skaðlegar.“

Er haft eftir Margréti.

Á síðasta ári voru sett ný lög um rafrettur sem banna meðal annars auglýsingar eða myndmál sem gæti höfðað sérstaklega til barna og ungmenna. Einnig er bannað að nota rafrettur í skólum, almenningsfarartækjum, íþróttahúsum og mörgum öðrum stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“