fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Minni rafrettunotkun hjá börnum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. júní 2020 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tölum frá Rannsóknum og greiningu hefur dregið mjög úr rafrettunotkun barna. Hjá börnum í tíunda bekk grunnskóla á landinu öllu nota nú 6% rafrettur daglega en fyrir tveimur árum var hlutfallið 10%.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að í Reykjavík hafi notkunin helmingast á einu ári, úr 12% niður í 6%.

„Það má segja að samfélagið hafi vaknað gagnvart þessu á síðasta ári. Fréttir fóru að berast af veikindum fólks og almennt séð fórum við að tala um skaðsemi rafretta.“

Hefur Fréttablaðið eftir Margréti Lilju Guðmundsdóttur sérfræðingi hjá Rannsóknum og greiningu.

Í september á síðasta árið skýrði Landlæknisembættið frá því að lungnaveikindi íslensks unglings tengdust rafrettunotkun. Í Bandaríkjunum voru sambærileg veikindi þá orðin um 500.

„Við sáum það í gögnunum okkar að unglingar upplifðu mildara viðhorf foreldra sinna gagnvart rafrettum en sígarettum eða áfengi. Að foreldrarnir hafi ekki talið þær jafn skaðlegar.“

Er haft eftir Margréti.

Á síðasta ári voru sett ný lög um rafrettur sem banna meðal annars auglýsingar eða myndmál sem gæti höfðað sérstaklega til barna og ungmenna. Einnig er bannað að nota rafrettur í skólum, almenningsfarartækjum, íþróttahúsum og mörgum öðrum stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við