fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Lögreglan beindi skammbyssu að fötluðum manni á áttræðisaldri

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 07:55

Sérsveitin að störfum. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hvítasunnudag var fatlaður maður á áttræðisaldri handtekinn af sérsveit lögreglunnar. Þetta gerðist í Kjós í kjölfar nágrannadeilna um girðingar. Maðurinn var að sögn rifinn út úr bíl, skellt í drullu og handjárnaður, einnig var skammbyssu að sögn beint að honum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að maðurinn, Höskuldur Pétur Jónsson, hafi verið að laga girðingu á sunnudaginn þegar nágranni hans kom til hans. Þeir lentu í orðaskaki og síðan gekk nágranninn á brott. Þeir deila um landamerki tveggja jarðarhluta sem áður tilheyrðu Þúfukoti. Höskuldur taldi sig í rétti til að laga girðingu sem hafði verið rifin niður.

Blaðið hefur eftir Valgarði Valgarðssyni, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að tilkynning hafi borist um ógnandi tilburði og hættu á að vopnum yrði beitt. Sú tilkynning kom að hans sögn frá nágrannanum.

„Hann hefur sjálfsagt haft í hótunum eða eitthvað álíka og þá förum við að gát í það og tryggjum allt og alla.“

Haft er eftir Höskuldi að þegar lögreglan kom á vettvang hafi hann verið rifinn út úr bíl sínum, skellt í drulluna og handjárnaður. Þetta hafi gerst hratt og hafi litlu mátt muna að bíll hans lenti á lögreglubílnum því hann hafi ekki náð að setja hann í gír. Lögreglumenn hafi rétt svo náð að stöðva bílinn hans.

Höskuldur var fluttur á lögreglustöðina við Hlemm og vistaður þar í sex klukkustundir en sleppt að lokinni skýrslutöku.

Fréttablaðið hefur eftir Karli Magnúsi Kristjánssyni, oddvita Kjósarhrepps, að vitni hafi verið að handtökunni og hafi fólki fundist aðgerðin mjög undarleg, til dæmis hafi skammbyssu verið beint að Höskuldi.

„Við skiljum ekki af hverju víkingasveitin var kölluð til út af svona smátilefni og okkur finnst eins og víkingasveitin sé orðin dálítið aðgangshörð.“

Er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“