Eldri maður lést við sundiðkunn í Sundhöll Selfoss skömmu fyrir hádegi í dag. Lögregla og sjúkralið voru kölluð á vettvang en endurlífgun bar ekki árangur. Frá þessu greinir Lögreglan á Suðurlandi.
Sundlaugin er lokuð a.m.k. um sinn á meðan verið er að rannsaka vettvang. Lögregla veitir ekki frekar upplýsingar að svo stöddu.