Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Svíþjóð fylgir Íslandi fast eftir. Í Danmörku og Noregi hefur hlutfallið lækkað síðan sambærileg rannsókn var gerð fyrir átta árum en verkefnið hefur staðið yfir í 30 ár samtals.
Hér á landi eru það ópíóíðar sem eru algengustu ofskömmtunarefnin eins og á hinum Norðurlöndunum, ekki er þó skilgreint nákvæmlega hvaða efni er um að ræða. Í Svíþjóð og Finnlandi er heróín algengasta ofskömmtunarefnið. Í Danmörku er það methodone og í Finnlandi er það buprenorphine.
Í rannsókninni kemur einnig fram að ofskammtanir örvandi lyfja á borð við kókaín og MDMA séu að aukast.