fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Aukning á dauðsföllum vegna ofskömmtunar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt samnorrænni rannsókn, sem Daninn Kirsten Wiese Simonsen stýrir, þá hefur dauðsföllum af völdum ofskömmtunar fjölgað hér á landi. Þau eru nú 6,58 á hverja 100 þúsund íbúa á ári og er það hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Svíþjóð fylgir Íslandi fast eftir. Í Danmörku og Noregi hefur hlutfallið lækkað síðan sambærileg rannsókn var gerð fyrir átta árum en verkefnið hefur staðið yfir í 30 ár samtals.

Hér á landi eru það ópíóíðar sem eru algengustu ofskömmtunarefnin eins og á hinum Norðurlöndunum, ekki er þó skilgreint nákvæmlega hvaða efni er um að ræða. Í Svíþjóð og Finnlandi er heróín algengasta ofskömmtunarefnið. Í Danmörku er það methodone og í Finnlandi er það buprenorphine.

Í rannsókninni kemur einnig fram að ofskammtanir örvandi lyfja á borð við kókaín og MDMA séu að aukast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Í gær

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti
Fréttir
Í gær

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir