fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Getur ofnotkun handspritts valdið vanda síðar meir?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. maí 2020 08:00

Handþvottur er mjög mikilvægur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sala á handspritti og sýklaheftandi efnum hefur aukist mikið vegna kórónuveirufaraldursins enda eru landsmenn vel meðvitaðir um mikilvægi þess að þvo hendur sínar vel og spritta til að hefta útbreiðslu veirunnar. En getur mikil sprittnotkun og tíður handþvottur haft neikvæð áhrif á ónæmi fólks?

Þessu er velt upp í umfjöllun Fréttablaðsins í dag og svara leitað hjá Birni Rúnari Lúðvíkssyni, yfirlækni ónæmisfræðideildar Landspítalans.

„Stutta svarið við þessu er að við vitum það ekki.“

Sagði hann og bætti við:

„Þessi gegndarlausa sprittnotkun sem hefur verið í gangi núna á sér engin dæmi í sögu mannsins þannig að það á eftir að koma í ljós hver áhrif hennar verða.“

Hann benti jafnframt á þetta óvenjulega ástand sé góð ámining um hversu mikilvægur handþvottur sé. Mikilvægt sé að þvo hendur vel með mildri sápu og gott sé að miða við 20 sekúndur.

„Það eru til skuggalegar tölur um það hversu algengt það er að fólk þvoi sér ekki um hendurnar þegar það er til dæmis búið að nota klósett og svo er alveg ótrúlegur fjöldi sem bara þvær sér ekki um hendurnar.“

Er haft eftir honum og áréttaði hann um leið mikilvægi þess að þvo hendur eftir klósettferðir, fyrir máltíðir og áður en matvæli eru meðhöndluð. Þetta sé alltaf mikilvægt.

Hvað varðar áhrif spritts á ónæmiskerfið sagði Björn að áhrifin séu lítt þekkt en gætu komið fram í sjúkdómum síðar meir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“