fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Fréttir

Hagfræðingur leggur til að hörku verði beitt gegn flugmönnum Icelandair

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 10:30

Mynd: Fréttablaðið/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bolli Héðinsson, hagfræðingur og fyrrverandi efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, segir að laun flugstéttanna hjá Icelandair hafi hækkað langt umfram það sem eðlilegt geti talist. Erfiðar samningaviðræður standa nú yfir hjá stjórnendum Icelandair við flugmenn og flugfreyjur/-þjóna en samkomulag hefur náðst við flugvirkja sem á eftir að bera undir atkvæði.

Mest hefur staðið í flugstéttunum að samþykkja kjaraskerðingu til langs tíma, eða fimm ára, en lækkun launakostnaðar til frambúðar er skilyrði þess að fjárfestar vilji leggja til fé til að treysta rekstur félagsins. Flugfreyjur segja að þeim sé boðið upp á 40% kjaraskerðingu en þeirri túlkun hefur Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hafnað.

Í frétt Kjarnans í gær kemur fram að laun flugmanna séu 30% af heildarlaunakostnaði Icelandair, að sögn forstjórans.

Bolli deilir fréttinni í Facebook-hópnum Stjórnmálaumræðan og ritar pistil þar sem hann segir að flugstéttirnar hjá Icelandair hafi hingað til verið í lykilaðstöðu til að hækka laun sín því þær hafi getað stöðvað starfsemi félagsins með verkföllum. Bolli segir að til greina komi að stjórnendur Icelandair láti sverfa til stáls og ráði flugmenn frá öðrum stéttarfélögum. Auðvelt sé að finna starfsfólk í þessi störf núna:

„Það á að tala um hlutina eins og þeir eru.

Laun flugstéttanna hjá Icelandair hafa hækkað langt umfram það sem eðlilegt getur talist og eru út úr korti við það sem gerist hjá launþegum almennt. Þetta hefur gerst af þeirri einföldu ástæðu að stéttirnar eru í lykilstöðu til að stöðva starfsemi félagsins með verkfalli. Það eru aðrar stéttir Icelandair ekki í jafn auðveldri stöðu til að gera og því hafa þeir starfshópar þurft að láta sér nægja almennar launahækkanir í samfélaginu.

Ef launakostnaður er jafn hár og raun ber vitni þá leiðir það aðeins til hærri fargjalda. Hærri fargjöld draga úr samkeppnishæfni Icelandair og á endanum hlýtur það að enda illa. Þetta getur tekið tíma og á meðan eru einhverjir sem maka krókinn.

Ætla íslenskir lífeyrissjóðir að hætta fé almennings í slíkan rekstur?

Ráðamenn Icelandair gætu látið sverfa til stáls og ráðið flugmenn frá öðrum stéttarfélögum flugmanna, innlendum eða erlendum, einmitt núna þegar flugmönnunum hefur flestum verið sagt upp svo samningur þeirra um einkarétt til vinnu hefur takmarkað gildi. Þannig er til annað félag atvinnuflugmanna hér á landi, Íslenska flugmannafélagið (ÍFF) og þau kjör sem það félag hefur samið um hafa alls ekki þótt slæm, nema síður væri. Allavega hefur sýnt sig að mikill fjöldi íslenskra flugliða hefur sóst eftir að starfa á þeim kjörum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Í gær

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Solaris fordæma ummæli Helga

Solaris fordæma ummæli Helga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leiðrétting og afsökunarbeiðni

Leiðrétting og afsökunarbeiðni