fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Faðir táraðist þegar börnin hans fengu reiðhjól

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Einn faðir fékk tár í augun þegar félagsráðgjafi sagði honum frá því að börnin hans fengju hjól frá Barnaheillum, sem endurspeglar markmið hjólasöfnunarinnar, að gleðja börn og fjölskyldur þeirra,“ segir í tilkynningu frá samtökunum Barnaheill. Þrjú hundruð börn víðsvegar um landið fengu hjól í gegnum söfnun samtakanna, voru þar í hópnum margir einstaklingar sem hafa aldrei átt reiðhjól áður á ævinni.

Hjólaúthlutuninni er lokið en framundan er hjólasala sem hefst á morgun, fimmtudag, og stendur í þrjá daga. Þar gefst landsmönnum kærkomið tækifæri til að eignast reiðhjól á góðu verði og styðja um leið við mikilvægt starf samtakanna.

„Þessi sala sem er að fara að byrja núna er til þess að geta haldið áfram að fjármagna verkefnið sem slíkt, sem byggir á því að úthluta hjólum til barna og ungmenna,“ segir Linda Hrönn Þórisdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, í samtal við DV.

„Þetta eru allt notuð hjól sem við fáum en mikið af hjólum í mjög góðu ástandi og því virðist mikil endurnýjun hafa átt sér stað. Við höfum fengið mikinn fjölda mjög góðra hjóla til okkar og erum gríðarlega þakklát fyrir það,“ segir Linda enn fremur.

Hjólasalan fer fram að Smiðshöfða 7 í Reykjavík. Á fimmtudag er opið frá kl. 14-20, föstudag 14 til 18 og laugardag 12 til 16. Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu hjólasölunnar. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“

Þórður Snær biðst afsökunar – Snærós: „Kommon. Þú varst fullorðinn maður“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund
Fréttir
Í gær

Fangi lést á Litla Hrauni í dag

Fangi lést á Litla Hrauni í dag
Fréttir
Í gær

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals

Önnur skriða féll á veginn milli Ísafjarðar og Hnífsdals
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti

Síbrotamaður fékk neitun hjá Hæstarétti
Fréttir
Í gær

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir

FA ósátt við reglugerð Willums – Sígarettur fara í kúkabrúnar umbúðir