fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Egill Helgason segir síðasta ár hafa verið erfitt: Kvíðinn er helvítis melur

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 12. maí 2020 20:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Egill Helgason fjölmiðlamaður hefur tekið rimmur við kvíðaröskun og þunglyndi í gegn um árin. Hann opnar sig um þessi mál í nýrri færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli og fólk ýmist sendir honum batakveðjur eða segist sjálft tengja sterkt við lýsingu hans á veikindunum. 

Eigin fangi og fangavörður

Færslan er svohjóðandi:

„Kvíði er helvítis melur. Því er líkast að maður sé sinn eigin fangi og fangavörður. Maður er innilokaður, veit að það er leið út í frelsið en hún lokast jafnóðum. Fangavörðurinn innra með manni passar upp á að maður sofni ekki, kveikir skerandi ljósin reglulega, og endurtekur fyrir manni þráhyggjunar sem eru eins og fleygaðar í kollinn á manni. Maður gerir ekki stærri kröfur en að geta gengið sæmilega áhyggjulaus út í vorið – þeir dagar láta bíða eftir sér og tíminn sniglast áfram.“

Þrúgandi skömmin sem fylgir

Í samtali við DV segir Egill að síðasta ár hafi verið sérlega erfitt, allt frá apríllokum í fyrra. Hann hafi verið farinn að ná sér á strik en síðan dottið í slæma niðursveiflu. 

Egill vekur athygli á þeirri einsemd og bjargarleysi sem gjarnan fylgir þunglyndi, en líka skömminni við það að maður sé að bregðast ekki bara sínum nánustu heldur öllu og öllum – sjálfum sér og vinnunni og kröfunum sem maður heldur að fólk geri til manns.

Hann segist hafa notað ýmsar leiðir í baráttunni, bæði lyf og hugleiðslu, en leiðin upp á við geti verið torfarin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin