Enn og aftur berast góð tíðindi af COVID-19 faraldrinum hér á landi en í dag, þriðja daginn í röð, greindist ekkert nýtt smit.
Áttján einstaklingar eru nú í einangrun og tveir á sjúkrahúsi. Enginn er á gjörgæslu og enginn í öndunarvél.
Í dag eru aðeins 578 í sóttkví. Hátt í þúsund sýni voru greind síðasta sólarhring og því sérstakt ánægjuefni að ekkert nýtt smit kom fram. Flest sýnin voru greind af íslenskri erfðagreiningu. Af öllum sem hafa greinst með COVID-19 hér á landi hafa 57 prósent þeirra þegar verið í sóttkví þegar þeir greindust.