Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Einnig kemur fram að 17 ára ökumaður hafi verið sviptur ökuréttindum eftir að hraði bifreiðar, sem hann ók, mældist 176 km/klst á Vesturlandsvegi þar sem hámarkshraði er 80 km/klst. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð og foreldrar hans kallaðir til.