fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Fréttir

Þjóðkirkjan opnar bókhald sitt – rauntölur á kirkjan.is

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 1. maí 2020 11:47

Pétur Markan samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar. Mynd: aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikla athygli hefur vakið að þjóðkirkjan hefur nýverið lagt metnað í að auglýsa þjónustu sína með ýmsum hætti, svo sem með bolasendingum til barna og auglýsingu í Morgunblaðinu. Ekki er þó um aukin peningaútlát að ræða heldur nútímalegri nálgun á kostnað bæklinga. „Kirkjan er á ákveðnum tímamótum gagnvart þjóðinni núna. Við erum að skoða leiðir til að mæta þjóðinni á ólíkan hátt og það gefur augaleið að sumar leiðir munu virka, aðrar ekki,“ segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu. Bolagjafir Biskupsstofu til verðandi fermingarbarna vöktu töluverða athygli í seinustu viku og svo virðist sem sitt sýnist hverjum. Þá vakti það ekki síður athygli þegar þjóðkirkjan keypti fjögurra blaðsíðna auglýsingakápu í Morgunblaðinu á sumardaginn fyrsta þar sem landsmönnum var óskað gleðilegs sumars.

Myndina teiknaði Lára Garðarsdóttir listakona en Aldeilis auglýsingastofa vinnur með Kirkjunni í þeirra markaðsmálum.

Gagnrýnisraddir hafa bent á að verið sé að eyða almannafé í ímyndarherferð á sama tíma og skráningum í þjóðkirkjuna fer hríðfækkandi. Slík kápuauglýsing í Morgunblaðinu kostar að jafnaði 1,5 milljónir, samkvæmt heimildum DV, en verðið fer þó oft eftir viðskiptavild þess sem kaupir. Pétur segist bundinn trúnaði hvað varðar kostnað við auglýsinguna í Morgunblaðinu. Þá segist hann ekki vita nákvæmlega hversu mikill kostnaður hafi fylgt framleiðslu og dreifingu á bolunum.

 

Þessi hressa mynd birtist á kirkjan.is með textanum Svo hlæjum við saman inn í sumarið í þessari litabombu! Ef það var einhvern tímann tími til þess manni minn!

Ekki fæst uppgefið hvað þjóðkirkjan eyðir miklu í auglýsingar en rauntölur um peningaútlát munu brátt tikka á kirkjan.is að sögn Sigurbjargar Níelsdóttiu Hansen, fjármálastjóri kirkjunnar. Aðspurð um hver mikið sé búið að eyða í markaðsmál það sem af er ári svara hún.  „Hvað varðar fjárhags áætlun fyrir árið 2020 er ekki búið að leggja áætlunina fyrir Kirkjuþing sem átti að vera haldið í mars en þurfti að fresta vegna Covid, fjárhagsáætlunin hefur því ekki fengið umfjöllun og ekki verið samþykkt af þinginu. Ég tel ekki rétt að gefa upp einstaka liði fyrr en búið er að samþykkja áætlunina. Ég get þó sagt þér að þjóðkirkjan er ekki að auka við framlag til markaðsmála þetta árið miðað við undanfarin ár. Þegar fjárhagsáætlun kirkjunnar hefur fengið umfjöllun á þinginu og verið samþykkt verða upplýsingar um hana settar á heimasíðu kirkjunnar, kirkjan.is,“ segir Sigurbjörg. Hún segir að stefna kirkjunnar sé að vera með opin fjármál og að fólk geti í náinni framtíð farið á kirkjan.is og skoðað fjárhagsáætlunina, niður í einstaka liði, og séð þar til hliðar tikkandi rauntölur. „Stefnan er að þetta verði klárað í sumar og verði sem sýnilegast.“

Aðspurð um beinan kostnað vegna bolana umdeildu segir Sigurbjörg „Ég hef því miður ekki fengið alla reikninga varðandi bolina svo ég get ekki gefið þér upplýsingar um heildarkostnað vegna þeirra.“

Í DV sem kom út í dag má lesa nánar um markðasmál Kirkjunnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bíll í Reykjavíkurhöfn

Bíll í Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Í gær

Völva DV – Íþróttasigrar, hlé á eldgosum og vinsælar valkyrjur

Völva DV – Íþróttasigrar, hlé á eldgosum og vinsælar valkyrjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu

Ferðamenn nefna þann hlut sem þeir vildu að einhver hefði sagt þeim um Ísland áður en þeir komu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“

Byggingaráform Samkaupa valda ólgu á Siglufirði – „Óafturkræft skipulagsslys“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NATÓ eykur viðbúnað sinn í Eystrasalti

NATÓ eykur viðbúnað sinn í Eystrasalti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maciej var brosmildur og hjartahlýr drengur úr Árbænum – Hann lést í hræðilegu umferðarslysi á Ítalíu

Maciej var brosmildur og hjartahlýr drengur úr Árbænum – Hann lést í hræðilegu umferðarslysi á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Jimmy Carter látinn