fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Eldfjall vaknar – „Sofandi skrímsli“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 1. maí 2020 21:45

Horft yfir Þorbjörn til Grindavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir hafa væntanlega tekið eftir þá hafa töluverðar jarðhræringar verið á Reykjanesi á árinu og land hefur risið við Þorbjörn. Mælingar sýna að kvikusöfnun er að eiga sér stað á 2 til 4 kílómetra dýpi. En er Evrópa tilbúin að takast á við eldgos á Íslandi?

Þessu veltir Olivier Galland, hjá jarðfræðideild Oslóarháskóla, fyrir sér í grein sem birtist á vef Aftenposten. Þar segir hann að Þorbjörn sé að vakna eftir aldalangt hlé. Hvort þetta endi með gosi sé ekki vitað en ef það gerist þá geti gos varað í vikur eða áratugi.

Hann segir að jarðfræðileg- og söguleg gögn sýni að síðast hafi eldgosavirkni á Reykjanesi hafist á elleftu öld og lokið á þeirri þrettándu. Á þessum tíma hafi orðið mörg eldgos á mjóum sprungum. Þar hafi komið upp hraun og aska. Fíngerðar öskuagnir hafi borist tugi kílómetra með vindi og hafi haft slæm áhrif á húsdýr á svæðinu.

Mikil samfélagsleg áhrif

Galland segir að yfirleitt verði eldgos á Íslandi á svæðum þar sem fáir eða engir búa. Þorbjörn sé hinsvegar á mikilvægasta svæði landsins, skammt frá alþjóðaflugvellinum í Keflavík og nærri Reykjavík. Það geti farið svo að allt að 2 sentimetra öskulag leggist yfir flugbrautirnar í Keflavík ef gos verður. Það gæti lokað vellinum vikum saman eða mánuðum saman. Hraunflæðið geti lagt Grindavík í rúst og eyðilagt mikilvæga innviði á borð við orkuvinnslu, vegi, Bláa Lónið og vatnslagnir til Reykjavíkur.

Hann segir að ef sögulegt mynstur gosa á svæðinu endurtekur sig þá muni gjósa oft á svæðinu áratugum saman og það muni hafa áhrif á líf margra kynslóða. Hann segir að eldfjallafræðingar reikni með að slíkir atburðir muni aðeins hafa áhrif á Íslandi.

Þörf áminning

Hann segir það sem er að gerast við Þorbjörn vera þarfa áminningu um að íslensk eldfjöll séu ákveðin ógn við lönd í Norður-Evrópu.

„Það eru í raun sofandi skrímsli á Íslandi. Hin risastóru, sögulegu eldgos í Eldgjá (934) og Laka (1783-1784) eru stærri en gosið í Eyjafjallajökli 2010.“

Segir hann og nefnir einnig að Öræfajökull sé hugsanlega farinn að bæra á sér en þar hafi orðið eitt stærsta sprengigos síðustu 10.000 ára.

Við erum ekki viðbúin

Í lokaorðum greinarinnar segir Galland að Evrópa sé ekki undir það búin að takast á við afleiðingar af stóru gosi eins og í Laka eða Öræfajökli. Áhrif slíkra gosa myndu verða enn meiri en áhrif gossins í Eyjafjallajökli 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025

Ísland öruggasti áfangastaðurinn fyrir árið 2025
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“
Fréttir
Í gær

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni

Bergþór skýtur fast á Bjarna og Sigurð Inga vegna uppátækja þeirra í kosningabaráttunni
Fréttir
Í gær

Egill neitar að fjalla um bók Björns í Kiljunni – „Það er einkennileg ákvörðun“

Egill neitar að fjalla um bók Björns í Kiljunni – „Það er einkennileg ákvörðun“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn lýsa því sem er ódýrt á Íslandi – „Oreo og Capri Sonne er fáránlega ódýrt“

Ferðamenn lýsa því sem er ódýrt á Íslandi – „Oreo og Capri Sonne er fáránlega ódýrt“