fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Sér mikil tækifæri fyrir Icelandair eftir krísuna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 20:55

Bogi Nils Bogason. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er bjartsýnn á að Icelandair eigi mikil sóknartækifæri eftir að krísuástandi vegna kórónuveirunnar linnir, markaðir opnast á ný og eftirspurn fer aftur í gang. Enginn viti hins vegar hve lengi núverandi ástand vari og óvissan sé svo mikil að ekki sé hægt að gera neinar áætlanir. Þetta kom fram í viðtali Boga við Kastljós í kvöld.

Icelandair hefur nú opnað fyrir hlutafjárútboð. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá Capacent, að Icelandair yrði að hafa hraðar hendur við hlutafjársöfnun og að félagi þurfi 30 milljarða króna. „Þeir verða að vera snöggir vegna þess að þeim mun lengur sem þetta tefst þeim mun lík­legra er að fyrir­tækinu blæði út,“ segir Snorri. (Fréttablaðið tók saman).

Bogi segir Icelandair fylgjast vel með þróun mála hjá erlendum flugfélögum og sér mikla möguleika fyrir Icelandair hvað til dæmis flota og flugleiðir snertir eftir krísuna. Jafnframt telur hann að Ísland verði mjög eftirsóttur áfangastaður og geti aukið mjög markaðshlutdeild sína í ferðalögum jarðarbúa þegar þau hefjast að nýju.

Bogi virðist ekki hrifinn af því að ríkið gerist hluthafi í Icelandair og segir félagið horfa til markaðslausna núna við endurskipulagninguna.

Bogi segir að vel komi til greina að endurráða marga af þeim sem sagt hefur verið upp störfum hjá félaginu undanfarið en yfir 2000 voru látnir fara í gær. Ef markaðir opnast á ný nógu snemma sé hægt að endurráða marga.

Bogi sagði jafnframt að útspil ríkisins í gær hvað varðar styrki til uppgreiðslu launa á uppsagnarfresti sé afar hjálplegt en engu að síður situr Icelandair eftir með milljarða kostnað vegna launa í uppsagnarfresti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Í gær

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Solaris fordæma ummæli Helga

Solaris fordæma ummæli Helga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leiðrétting og afsökunarbeiðni

Leiðrétting og afsökunarbeiðni