Tuttugu og átta ára gamall Íslendingur, Stefán Gíslason, hefur verið handtekinn, grunaður morð í Flórída í Bandaríkjunum.
Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu íslenskra fjölmiðla.
Fréttablaðíð greinir einnig frá og styðst við frétt ABC News.
Stefán er grunaður um að hafa myrt mann að nafni Dillon Shanks, sem var 32 ára. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á Stefán íslenskan föður og bandaríska móður. Hann var kornabarn er hann fluttist með foreldrum sínum til Flórída og hefur búið þar alla ævi.
Lík mannsins fannst í heimahúsi á mánudagsmorgun og voru skotsár á því.
Stefán er sagður hafa hringt í lögregluna og tjáð henni að Dillon Shanks hefði framið sjálfsmorð. Vegna vitnisburðar tveggja aðila telur lögreglan hins vegar að svo hafi ekki verið.
Ekki hefur verið leitað til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna málsins.