fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Og allir missa sig

Svarthöfði
Laugardaginn 18. apríl 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alveg er það týpískt íslenskt að kunna fótum sínum ekki forráð. Hvort sem það er ný verslun sem verið er að opna, nýir lánamöguleikar, tilboð á frystikistum eða möguleiki á ársbirgðum af kleinuhringjum – treystu þá Íslendingi til að kasta öllu frá sér til að verða með þeim fyrstu til að stökkva til, bíða í röð eða skuldsetja sig í drasl.

Að sjálfsögðu varð tilkynning stjórnvalda um fyrirhugaðar tilslakanir í aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins tilefni til enn eins uppþotsins. Svarthöfði skal alveg viðurkenna að hann missti sig líka í tilhlökkun og gleði. Það skipti ekki máli að um vægar tilslakanir var að ræða. Svarthöfði heyrði bara orðið tilslökun. Restin skipti ekki máli. Og að sjálfsögðu ætlaði Svarthöfði sér að grípa gæsina. Bara til að gera sér grein fyrir því að hann væri alls ekki fyrsti eða síðasti Íslendingurinn til að hugsa á þennan veg.

Svarthöfði þurfti ítrekað að hafa samband við hárgreiðslustofu sína, því alltaf var á tali og þegar hann náði loksins inn var að sjálfsögðu búið að panta alla tíma frá maíbyrjun fram yfir næstu aldamót. Þetta var álíka erfitt og að panta tíma fyrir jólin. Svarthöfði ákvað líka að leyfa sér loksins að kaupa nýjar nærbuxur, það slítur nefnilega nærbuxum hratt að vera stöðugt með hjartað í þeim af heimsendastressi. En viti menn. Í búðinni voru líklega allir Íslendingar og amma þeirra líka og tveggja metra fjarlægðarmörkin virtust heyra sögunni til.

Kannski er Svarthöfði ekki alveg sanngjarn þarna en er þó tilbúinn að fullyrða að fólk hafði ómeðvitað minnkað bilið niður í einn metra. Tilslökun, skiljið þið? Þetta óðagot var líka vel sjáanlegt í umferðinni sem hefur verið merkilega bærileg undanfarnar vikur sökum þess hve margir dvelja heima. Svarthöfði sá ekki betur en að merkjanlega fleiri bílar væru á ferð, ferjandi Íslendinga sem eins og hauslausar hænur gátu vart haldið í sér að komast aftur á neyslufyllerí, og án tillits til þess að tilslakanirnar eiga ekki að taka gildi fyrr en eftir hálfan mánuð.

Þessi viðbrögð Íslendinga hafa valdið Svarthöfða heilabrotum. Fyrst aðgerðir stjórnvalda hafa tekist vel, er þá lausnin að tapa sér alveg í gleðinni líkt og folald að vori? Eða er þetta fyrsta skýra merki þess að Íslendingar geta ekki sagt bless við COVID-19 alveg strax? Eru nærbuxur og flott hár mikilvægari en lýðheilsa? Gefum okkur áfram rými til að virða sóttvarnir og missum okkur ekki alveg. Getum við ekki sammælst um að það sé ógeðslega plebbalegt að þurfa alltaf að vera fyrstur í hitt og þetta? Er pakki af þremur nærbuxum þess virði að hanga í röð tímunum saman til að fá að vera meðal fyrstu viðskiptavina? Eða er þessi manía einhvern veginn greypt í erfðaefni okkar þannig að við fáum í reynd ekkert við það ráðið? Gefið að minnsta kosti Svarthöfða rými til að komast í klippingu og hreinar nærbuxur. Svarthöfði þolir nefnilega ekki að bíða. Það er ekki í eðli hans

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Í gær

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný