fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Dansað og sungið í farsótt

Svarthöfði
Sunnudaginn 12. apríl 2020 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað gera Íslendingar þegar þeir horfast í augu við banvæna farsótt sem engin lækning er til við? Hefði einhver spurt Svarthöfða fyrir nokkrum mánuðum síðan hefði hann líklega giskað á mótmæli, uppþot og almenn dólgslæti. En annað kom á daginn. Eftir smá tímabil þar sem landinn hamfarakeypti klósettpappír og franskbrauð tók við tími þar sem Íslendingar í alvörunni hlustuðu á yfirvöld, fóru eftir fyrirmælum og héldu stillingu og ekki nóg með það heldur er samfélagið núna að breytast í einhvern þann súrasta söngleik sem sögur fara af. COVID­19 söngleik.

Úti um allt land eru menn að bresta í söng og dans. Svarthöfði getur vart opnað fréttasíður eða samfélagsmiðla lengur án þess að sjá nýtt dans­ eða söngvaatriði. Internetið er orðið eins og okkar eigið Broadway þar sem fólk keppist við að bægja burt áhyggjum með söng. Heilbrigðisstarfsmennirnir okkar dansa frammi fyrir áskorunum, landsmenn syngjast á til að halda dampi og jafnvel hið heilaga þríeyki, landlæknir, sóttvarnalæknir og Víður sjálfur Reynisson syngja til landans um að tjalda heima í stofu yfir páskana. Þetta hefði Svarthöfði aldrei getað séð fyrir.

Íslendingar mega varla koma saman og hittast, en samt virðist þjóðin sjaldan jafn samheldin. Síðan er það algjör rúsína í pylsuendanum að Íslendingar eru upp til hópa samstíga og sammála í trausti sínu á almannavarnateymi ríkislögreglustjóra, en slíka samstöðu landsmanna hefur Svarthöfði ekki séð áður. Enda Íslendingar almennt duglegir að vantreysta öllu og vera ósammála um allt. Hin heilaga þrenning virtist álíka hlessa á þessum niðurstöðum. Enda kannski ekki að furða þar sem hinn og þessi sjálfskipaði sérfræðingurinn hefur sprottið fram, hver á eftir öðrum, til að lýsa yfir frati á aðgerðum Íslands í faraldrinum, og almennt til að kynda undir ótta og vantrausti.

Ætli þessir fáfræðingar hafi roðnað þegar sóttvarnalæknir greindi frá því að Ísland væri nú að fara fram úr björtustu spám varðandi útbreiðslu farsóttarinnar? Eða þegar niðurstöður kannana sýndu fram á sögulegt traust til hinnar heilögu þrenningar. Kannski er það allur þessi söngur og dans, en Svarthöfði er farinn að leyfa sér að vera bjartsýnn. Við erum kannski að sigla inn í djúpa kreppu, við verðum kannski öll læst inni í stofunum okkar með misskemmtilegum mökum og afkvæmum árið á enda, en fjandinn hafi það að góða skapið verði tekið af okkur. Við lærðum það strax í leikskóla að þú heldur ekki af stað í neitt ferðalag án þess að taka góða skapið með þér. Og nú erum við farin í stórt ferðalag innanhúss.

Og Svarthöfði skal hundur heita ef það verður ekki reist stytta af Ölmu, Víði og Þórólfi á besta stað í miðborginni, þegar þessu er öllu lokið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Í gær

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný