Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í gærkvöldi karlmann um þrítugt í gæsluvarðhald til 17. apríl að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan krafðist gæsluvarðhalds vegna rannsóknar á andláti konu um sextugt sem fannst látin í heimahúsi aðfaranótt mánudags.
Maðurinn var handtekinn á vettvangi. Karlmaður á sextugsaldri, sem einnig var handtekinn á vettvangi, hefur verið látinn laus.