fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Íhuga að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár – Telja Landsvirkjun hafa stundað vörusvik

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 7. apríl 2020 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík, leitar nú leiða til að draga úr tapi sínu vegna reksturs álversins í Straumsvík. Tapið af rekstri þess nam 13 milljörðum á síðasta ári og var það áttunda árið í röð sem álverið var rekið með tapi.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Segist blaðið hafa heimildir fyrir að sú hugmynd sé uppi að stöðva framleiðsluna í Straumsvík í tvö ár í þeirri von að álmarkaðir á heimsvísu jafni sig á þeim tíma.

Blaðið segir einnig að forsvarsmenn Rio Tinto telji að ein af forsendum áframhaldandi starfsemi sé að raforkusamningur við Landsvirkjun verði endurskoðaður. Nýr kjarasamningur við starfsfólk álversins er bundin því skilyrði að það takist að semja við Landsvirkjun.

Morgunblaðið kveðst hafa heimildir fyrir að um leið og reynt er að ná nýjum samningi við Landsvirkjun sé Rio Tinto að undirbúa málaferli gegn Landsvirkjun til að losa fyrirtækið undan stórum hluta þeirrar kaupskyldu á rafmagni sem hvílir á fyrirtækinu. Horfi fyrirtækið meðal annars til þess að Landsvirkjun hafi hugsanlega stundað vörusvik. Raforka hafi verið seld til Rio Tinto á þeim forsendum að hún væri framleidd með vatnsafli en frá 2014 hafi raforkureikningar Landsvirkjunar sýnt að orkan sé framleidd með kjarnorku- og kolavinnslu. Það er sagt skýrast af sölu svokallaðra upprunavottorða en Landsvirkjun hefur haft milljarða í tekjur af þeim á síðustu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt