fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Ekki fjölgun í Kvennaathvarfinu þrátt fyrir fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 6. apríl 2020 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt mánaðarskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynningum vegna heimilisofbeldis fjölgað milli mánaða. Í mars bárust 60 tilkynningar um heimilisofbeldi. Þrátt fyrir þetta hefur komum kvenna í Kvennaathvarfið ekki fjölgað.

„Við höfum bent á það að í aðstæðum sem þessum væri annað ólíklegt en að heimilisofbeldi myndi aukast. Við bjuggumst samt ekki við því að fleiri konur myndu leita til okkar af því að aðstæður eru þannig að erfitt er að fara að heiman og slíta sambandi akkúrat núna.“

Hefur Fréttablaðið eftir Sigþrúði Guðmundsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, í umfjöllun um málið í dag.

Í þessu samhengi nefndi hún einnig að efnahagslegar aðstæður, á borð við þær sem nú eru í þjóðfélaginu, geti verið hindrun fyrir konur í að slíta ofbeldissambandi.

„Það að fara í Kvennaathvarfið er yfirleitt fyrsta skrefið og svo halda konurnar út í nýtt líf þar sem þær hafa slitið sambandi við ofbeldismanninn. Óvissa í atvinnumálum og áhyggjur af fjármálum getur haft mikil áhrif á þá ákvörðun að slíta sambandinu.“

Er haft eftir henni. Hún hvatti almenning jafnframt til að vera vakandi fyrir hugsanlegu heimilisofbeldi því það geti verið erfitt fyrir konur að komast í síma þegar börn og jafnvel ofbeldismaðurinn séu heima en Kvennaathvarfið tekur nú aðeins viðtöl símleiðis vegna COVID-19.

„Hringjum í lögreglu ef við heyrum eitthvað óeðlilegt í nágrannaíbúðum, eða í barnavernd ef okkur grunar að börn búi við ofbeldi og verum til staðar fyrir fólkið í kringum okkur.“

Sagði Sigþrúður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg