Rétt er að taka fram að Chris McClure, sem gagnrýnt hefur sóttvarnayfirvöld hér á landi harðlega vegna aðferða þeirra í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, er ekki doktor í faraldursfræði heldur í lýðheilsuvísindum. Doktorsritgerð hans fjallaði um áhrif hrunsins á andlega heilsu Íslendinga. McClure hefur starfað að verkefnum tengdum faraldursfræði en menntun hans er ekki á þessu sviði.
Því skal einnig haldið til haga að McClure hefur hvergi haldið því fram að hann sé doktor í faraldursfræði. En þar sem hann er með doktorsgráðu annars vegar og skrifar um faraldursfræðitengd málefni hins vegar þá er hætta á að lesendur álíti hann var doktor í faraldursfræði. Ljóst er að formleg menntun hans á þessu sviði er mun minni en til dæmis Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis.