fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fjölgar starfsstöðvum úr fjórum í ellefu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. apríl 2020 07:56

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) hefur þurft að fjölga starfsstöðvum sínum úr fjórum í ellefu vegna COVID-19 faraldursins. Þetta er gert til að draga úr líkunum á að starfsfólk SHS smitist.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Jóni Viðari Matthíassyni, slökkviliðsstjóra, að starfsmenn hafi breytt öllu hjá sér til að sinna þessu verkefni.

„Við höfum þurft að fjölga starfsstöðvum til að minnka líkurnar á að okkar starfsfólk smitist. Við verðum líklega með um ellefu starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu þegar við höfum lokið við að setja allt upp, vanalega erum við með fjórar.“

SHS hefur sett upp starfsstöðvar víða um borgina, til dæmis í húsnæði Frumherja og björgunarsveitarinnar Ársæls á Granda og á Grand Hóteli.

Ástæðan fyrir fjölgun stöðvanna er að nauðsynlegt þykir að minnka þann fjölda starfsfólks sem vinnur saman með það að markmiði að ef smit kemur upp lendi færri í sóttkví eða einangrun.

„Starfsfólkið hefur tekið vel í þessar breytingar og sér tilganginn í þessum aðgerðum. Okkar starfsmenn eru útsettari fyrir smiti en margir aðrir því að þeir sinna smituðum einstaklingum og það hefur áhrif á starfið og þeirra einka- og fjölskyldulíf ef þeir lenda í sóttkví eða einangrun.“

Er haft eftir Jóni Viðari sem benti einnig á að viðbragðstíminn verði einnig að vissu leyti betri þar sem starfsstöðvarnar eru dreifðari um höfuðborgarsvæðið. SHS hefur einnig tekið nýja bíla í notkun til að flytja þá sem eru COVID-19 smitaðir.

„Í þessum nýju bílum getum við flutt  COVID-sjúklinga sitjandi ef þeir eru ekki það slæmir að þeir þurfi að liggja út af. Við erum með tvo þannig bíla og svo erum við líka með bíla sem eru sérstaklega fyrir  COVID-sjúklinga sem þarf að flytja liggjandi.“

Sagði Jón Viðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?

Eiga ekki orð yfir „málaliða“ Pútíns – Hvað eru þeir að gera?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við