fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fréttir

Starfsmenn afar ósáttir eftir uppsagnir: „Hvernig Isavia kemur fram við grunnstoðir í fyrirtækinu er til skammar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 14:51

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmenn Isavia sem sagt var upp störfum á mánudag í umfangsmiklum aðgerðum, sem fólu í sér að 101 starfsmanni var sagt upp og 37 færðir niður í hlutastörf, eru margir afar ósáttir við þau málalok og einn þeirra segir í samtali við DV að þetta sé ekki eina áfallið sem starfsmenn hafi mátt þola undanfarið. Viðkomandi starfar við öryggisleit en þar voru um 180 starfsmenn fyrir uppsagnirnar.

„Hvað var mörgum sérfræðingum í æðri stöðum sagt upp á móti starfsfólki?” spyr þessi starfsmaður og telur að uppsagnirnar nái bara niður á gólf. „Ég hef að baki mjög fjölbreyttan starfsferil en hvergi hef ég upplifað jafn mikla stéttaskiptingu á vinnustað en hjá Isavia,“ segir starfsmaðurinn, sem sagt var upp á mánudag. Segir þessi viðmælandi DV að kjaraskerðingar hjá fyrirtækinu hafi byrjað í fyrra:

„Þegar WOW air fór á hausinn var ráðist í að skera niður kostnað sem bitnaði aðeins á Öryggisleitinni og var yfirvinnu okkar sagt upp og þar með höfum við lækkað um 30.000 kr. í launum á mánuð á síðasta ári. Einnig hefur Isavia ekki enn séð sóma sinn í að klára að ganga frá kjarasamningum milli Isavia og Sameykis og erum við því nú búin að vera kjarasamningalaus í eitt ár og er ekkert útlit fyrir að samningar séu að fara að nást eftir að veiran fór að stað.  Þannig að ofan á það að við erum kjarasamningalaus og yfirvinnu sagt upp, þá er fullt af fólki nú orðið atvinnulaust eða komið í lægra starfshlutfall með tilheyrandi launaskerðingu. Hvernig Isavia kemur fram við grunnstoðir í fyrirtækinu er til skammar.“

DV bar þessi umkvörtunarefni undir Isavia sem bendir á að fall WOW air og kyrrsetning á MAX vélum Icelandair hafi haft mjög slæm áhrif á rekstur fyrirtækisins. Bregðast hafi þurft við þeim vanda. Skriflegt svar Isavia er svohljóðandi:

Í síðastliðinu ári gerðist tvennt sem hafði áhrif á rekstur Isavia. Það var annars vegar fall Wow air og hins vegar kyrrsetning á MAX vélum Icelandair. Allt þetta jók mjög á óvissuna í rekstri og kallaði á breytingar í framlínu en einnig á öðrum sviðum. Þá var gripið til uppsagna í Keflavík og annars staðar hjá fyrirtækinu, ekki var ráðið í stöður sem losnuðu á aðalskrifstofum og breytingar gerðar á vinnutíma og yfirvinnu, m.a. í öryggisleit. Það voru viðbrögð við þeim vanda sem uppi var vegna gjaldþrots Wow Air og kyrrsetningar Max vélanna. Aðgerðirnar nú eru viðbrögð við öðrum vanda sem við sjáum fyrir að vari í nokkuð langan tíma – ómögulegt er að segja til hversu lengi.

 Isavia hefur á síðustu mánuðum skrifað undir kjarasamninga við FÍF, FFR og LSS. Það er rétt að Isavia hefur ekki auðnast að ná samningum við Sameyki vegna þeirra félagsmanna sem starfa hjá okkur og er það miður. Sameyki hefur gert kröfur sem félagið hefur ekki viljað hvika frá. Þær eru ekki í samræmi við það sem hefur verið samið um á síðustu mánuðum og myndu fara gegn grundvelli Lífskjarasamninganna. Isavia getur ekki gengið að því. Kjaradeilan er á borði Ríkissáttasemjara og eru viðræður á þeim vettvangi enn í gangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Atli Hrafn farinn frá HK
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum

Tryggja eflir teymið með þremur nýjum lykilráðningum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“
Fréttir
Í gær

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Í gær

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum

Enn einn rússneski herforinginn drepinn – Verður ekki sárt saknað af samherjum