fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Svarthöfði er hræddur

Svarthöfði
Sunnudaginn 15. mars 2020 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig skal haga sér í samfélagi þar sem faraldur geisar? Svarthöfði hefur ekki svörin á reiðum höndum en fagaðilar og sérfræðingar virðast sjálfir ekki öruggir með hvernig best sé að svara þeirri spurningu. Svarthöfði fær þau skilaboð daglega að bæði þurfi hann að lifa lífinu án þess að snerta neitt sem aðrir gætu hafa snert, ekki faðma, ekki heilsa með handabandi, ekki fara í margmenni, vinna heima ef hægt er. En á sama tíma fær Svarthöfði líka þau skilaboð að hann eigi að sýna stillingu og yfirvegun og lifa lífinu eins og vanalega. Svarthöfði var hálfslappur í gær og hringdi í 1700 en var tilkynnt um hæl að hann væri ekki með COVID-19 en skyldi samt forðast heilsugæsluna eins og heitan eldinn þegar hann bað um að fá að koma í sýnatöku. Kannski væri bara best fyrir Svarthöfða að fara í sjálfskipaða sóttkví, heima fyrir veit hann að minnsta kosti hvernig hann á að bera sig að. Svo er RÚV líka að fara að senda út gömlu góðu eróbik-tímana og hver vill eiginlega missa af því?

Svarthöfði getur sýnt stillingu. En lífið er ekkert að ganga sinn vanagang. Það er allt öðruvísi. Það má varla slá inn PIN-númer korta í búðum og enginn er maður með mönnum nema eiga að minnsta kosti átta sprittbrúsa.

Svarthöfði heldur að það sem yfirvöld vilja ekki segja berum orðum sé að það sé í fínu lagi að vera hræddur og eðlilegt í ljósi aðstæðna. Hins vegar má ekki láta óttann lama sig heldur láta hann vera hvatningu til góðra verka þegar kemur að hreinlæti og hafa samfélagslega ábyrgð í fyrirrúmi. Hræðslan hefur svo margar leiðir til að brjótast út hjá fólki þegar upplýsingar eru misvísandi. Nágrannar eru farnir að horfa tortryggnisaugum hver til annars og tilkynna fjölmiðlum og yfirvöldum um möguleg lögbrot því „Jón nágranni var á ferðalagi á Tenerife um daginn og vappar nú um eins og hann sé ekki gangandi veirusýking“, „Binni nágranni á frænku sem á vinkonu sem er í einangrun en mætti samt í vinnuna – handtakið hann strax“. Leyfum okkur að vera hrædd, en leyfum hræðslunni samt ekki að ræna okkur rænu og viti. Það eina sem við höfum einhverja stjórn á eru okkar eigin gerðir, svo þvoum okkur um hendurnar og vonum það fokkin besta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Í gær

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Í gær

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný