Rúnar Geirmundsson, útfararstjóri og formaður Félags íslenskra útfararstjóra, kannast ekki við að stéttin hafi verið boðuð á fund landlæknisembættisins eins og greint frá í Fréttablaðinu í dag. Í viðtali við mbl.is segir Rúnar: „Við höfum ekki verið boðaðir og enginn hefur haft samband við okkur.“
„Fundur hefur ekki verið boðaður en við höfum talað við embætti landlæknis. Við erum það vel undirbúnir að það er ekki aðkallandi að halda fund strax,“ segir Rúnar enn fremur og á von á að boðað verði til fundar í vikunni.
Að sögn Rúnars hafa útfararstjórar rætt stöðuna vegna kórónuveirunnar en fréttin um fund með landlæknisembættinu hafi komið þeim á óvart. Hann segir viðbúnað útfararstjóra góðan vegna veirunnar og segir að lokum:
„Við erum alveg tilbúin og eigum nóg af líkpokum.“