fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Fréttir

Anna á Tenerife valtar yfir hugmynd Ingu Sæland – Segir hana arfavitlausa – „Gleymdu þessu“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 16:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, stakk upp á því fyrir stuttu að senda alla Íslendinga sem snúa heim frá Tenerife í sóttkví í Egilshöllinni. Anna Kristjánsdóttir, sem flutti til Tenerife í haust, hugsar með skelfingu til þessarar uppástungu.

„Ég heyrði utan af mér að Inga Sæland alþingismaður hefði lagt til að allir Íslendingar sem koma frá Tenerife verði settir í sóttkví í Egilshöll vegna hættu á sýkingu vegna Coronavírussins sem heitir einhverju allt öðru nafni á Íslandi,“ segir Anna á Facebook-síðu sinni en þar heldur hún dagbók um dvölina á Tenerife.

Anna bendir á að í gær hafi 400 farþegar farið frá Tenerife til Íslands með flugfélögunum Icelandair og Norwegian Airlines. „Er Egilshöll nógu stór fyrir 400 manns í einangrun?“ spyr Anna. „Það fór einhver fjöldi til Íslands í síðustu viku og þegar þessir 400 farþegar sem komu í stað þeirra sem fóru til Íslands skila sér aftur til Íslands bætist annar eins fjöldi við. Við erum að tala um þúsundir Íslendinga sem eru að skila sér heim frá Paradís. Gleymdu þessu.“

Arfavitlaus hugmynd

Þá segir Anna að ofan á þetta bætis við þeir Íslendingar sem koma frá Ítalíu, Austurríki og víðar frá Evrópu. „Hugmyndin er arfavitlaus og Egilshöll rúmar einungis hluta þeirra ferðamanna sem koma til Íslands frá löndum sem hafa kynnst Coronavírusnum.“

„Það er til önnur hugmynd,“ segir Anna en hún tekur fram að hún gæti verið verri en hugmynd Ingu en þó mun áhrifaríkari um sinn. „Það er einfaldlega að loka landinu fyrir öllu flugi frá útlöndum. Setja svo öll skip sem koma frá útlöndum í sóttkví með hafnbanni og skríða aftur inn í moldarkofana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arna veiktist 11 ára af lömunarsjúkdómi – Bataferlið var langt – „Þetta er ekki bara sorg eða sársauki“

Arna veiktist 11 ára af lömunarsjúkdómi – Bataferlið var langt – „Þetta er ekki bara sorg eða sársauki“
Fréttir
Í gær

Bubbi varar við svikahröppum í sínu nafni – „Engin leið að mér virðist til að stöðva þetta“

Bubbi varar við svikahröppum í sínu nafni – „Engin leið að mér virðist til að stöðva þetta“
Fréttir
Í gær

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“

Dóttir Mána varð fyrir árás með stíflueyði: „Öm­ur­legt að eft­ir allt þetta þá er það hún sem sit­ur uppi með að þurfa að skipta um skóla“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði

Hrollvekjandi spá sérfræðings – Í versta falli erum við að tala um mánuði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“