fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Íslenskri stúlku nauðgað á Krít: „Ég vil að þeir fari í fangelsi“ – Bar kennsl á þá með „tár í augum“

Auður Ösp
Föstudaginn 21. febrúar 2020 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nauðgun á 19 ára íslenskri stúlku er enn til rannsóknar hjá yfirvöldum í Heraklion á Krít. Málið er á borði saksóknaraembættisins. Tveir Þjóðverjar af arabískum uppruna eru ákærðir fyrir verknaðinn. Stúlkan flaug til Krítar í nóvember síðastliðnum til að gefa frekari vitnisburð í málinu. Málið hefur vakið mikinn óhug á meðal íbúa Hersonissos. DV greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu í júní síðastliðnum. Fjölmargir grískir fjölmiðlar greindu einnig frá málinu.

Sjá einnig: Íslenskri stúlku nauðgað á Krít: Samfélagið í bænum harmi slegið vegna málsins

„Með tár í augum“

Síðustu ár hafa sífellt fleiri Íslendingar lagt leið sína til Hersonissos, sem er orðinn einn stærsti og vinsælasti ferðamannabærinn á Krít. Stúlkan var stödd í fríi á Hersonissos þann 13. júní síðastliðinn í útskrifarferð menntaskólanema. Var hún að skemmta sér á bar í bænum og hitti þar mennina tvo frá Þýskalandi. Kemur fram að mennirnir tveir hafi einnig verið staddir í fríi á Krít. Annar þeirra er sagður vera 34 ára gamall en hinn 38 ára.

Samkvæmt málsgögnum drógu mennirnir tveir stúlkuna út af barnum seinna um kvöldið. Á fréttavefnum Matrix kemur fram að árásin hafi átt sér stað í dimmu húsasundi og að mennirnir tveir hafi nauðgað stúlkunni „margsinnis“. Þeir flúðu því næst af vettvangi. Stúlkan leitaði á sjúkrahús í kjölfarið.

Lögreglan er sögð hafa brugðist afar skjótt við og leiddi það til þess að mennirnir tveir fundust og voru handteknir aðeins nokkrum klukkustundum síðar. Stuttu eftir að mennirnir voru handteknir bar stúlkan kennsl á þá á lögreglustöðinni „með tár í augum“.

Stúlkan gekkst undir læknisskoðun á sjúkrahúsi og kemur fram að læknir hafi meðal annars fundið smápeninga og peningaseðil í leggöngum hennar. Þá kemur fram að erfitt hafi reynst að finna lífsýni á líkama stúlkunnar. Ekkert sæði fannst við skoðunina en að sögn stúlkunnar notuðu árásarmennirnir smokk.

Fram kom í fréttum í júní síðastliðnum að mennirnir neituðu báðir sök í málinu. Við yfirheyrslur sögðust þeir aldrei hafa hitt stúlkuna áður. Þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

„Ég vil að þeir fari í fangelsi“

Grískir fjölmiðlar greindu frá því í nóvember síðastliðnum að rannsókn á málinu stæði enn yfir. Fram kemur að stúlkan hefði nýlega flogið til Krítar ásamt foreldrum sínum til að gefa frekari vitnisburð. Kemur fram að stúlkan hafi verið afar staðföst í framburði sínum og viss um sekt mannanna tveggja. Hún fari fram á bætur frá mönnunum. „Ég vil að þeir fari í fangelsi,“ sagði hún við yfirheyrslur.

Að sögn heimildarmanns lögreglu og samkvæmt vitnisburði stúlkunnar sjálfrar settu mennirnir smápeninga inn í leggöng hennar í þeim tilgangi að niðurlægja hana, líkt og hún væri sjálfsali sem væri að taka við greiðslu fyrir verknaðinn.

Við skýrslutökur lýsir stúlkan því þannig að annar mannanna hafi verið hávaxinn og dökkur með skegg en hinn hafi verið lágvaxnari. Sagði hún lágvaxna manninn hafa haldið henni niðri á meðan hinn braut á henni. „Ég reyndi að streitast á móti, en ég kom ekki upp öskri af því að ég var í sjokki.“

Þá sagði stúlkan að eftir að mennirnir hefðu lokið sér af hefði sá hávaxni sagt við hana á ensku: „Thank you for your time.“

Við skýrslutöku sagði stúlkan að mennirnir hefðu skilið hana eftir og hún hefði ekki haft hugmynd um hvar hún var. „Ég var ekki með úr. Ég var með símann minn á mér en það var slökkt á honum af því að hann var batteríslaus Ég var einhvers staðar úti á víðavangi, ég var að reyna að finna hótelið en ég fann það ekki.“

Þá tjáði stúlkan lögreglu að hún hefði farið inn á annað hótel í grenndinni og þar hefði hún komist að því að aðskotahlutir hefðu verið skildir eftir í leggöngum hennar. Sagðist hún hafa verið kvalin. Starfsmenn hótelsins hefðu hringt á leigubíl fyrir hana sem síðan flutti hana á sjúkrahús. Starfsfólk sjúkrahússins hefði í kjölfarið haft samband við hótelið þar sem stúlkan dvaldi.

Fram kemur að mennirnir tveir sem grunaðir eru um verknaðinn neiti alfarið sök. Þeir hafa áfrýjað gæsluvarðhaldsúrskurði án árangurs. Í grein sem birtist á  fréttavefnum Flashnews kemur fram að málið hafi vakið mikinn óhug. Lýsingar á verknaðinum séu mun hrottalegri en áður hafa sést í nauðgunarmálum þar um slóðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið