fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Bolli sakar Dag um hroka: Segir að stöðva verði árásirnar áður en miðbærinn deyr endanlega

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 09:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bolli Kristinsson, athafnamaður sem löngum var kenndur við verslunina 17, vandar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra ekki kveðjurnar. Hann segir að tilraun borgaryfirvalda með lokun gatna, með Dag í fararbroddi, hafi mistekist gjörsamlega og valdið gríðarlegu tjóni fyrir fjölda fyrirtækja.

Þetta segir Bolli í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag en honum verið tíðrætt um stöðu mála í miðborginni að undanförnu. Nú síðast gagnrýndi hann að til stæði að útvíkka lokunarsvæðið í miðborginni og búa til „eina lengstu göngugötu heims norður við heimskautsbaug“ eins og hann orðaði það.

Sjá einnig: Bolli er ekki sáttur: „Lok lok og læs frá Hlemmi að Lækjartorgi“ – Ein lengsta göngugata heims

Talaði eins og hann vissi „allt betur“

Tilefni greinarinnar nú eru orð Dags í Silfrinu þann 9. febrúar síðastliðinn, en þar var hann meðal annars spurður um lokun Laugavegar og fleiri gatna í miðborginni. Hann segir að Dagur hafi farið um víðan völl í viðtalinu og reynt að drepa málinu á dreif. Hann hafi talað eins og hann vissi „allt betur“ en kaupmenn sem hafa verið í rekstri á svæðinu svo áratugum skiptir.

„Forsaga málsins er sú að nýlega hefur verið kunngjörð allsherjarlokun gatna, allan ársins hring, frá Hlemmi, niður allan Laugaveg og Bankastræti að Lækjartorgi, ásamt neðri hluta Skólavörðustígs. Í ljósi þess hversu afleitlega hefur tekist til með lokanir gatna fram að þessu sjá rekstraraðilar fram á að umræddar lokanir muni hafa hörmulegar afleiðingar.“

Mikil samstaða kaupmanna

Bolli ítrekar að ekkert samráð hafi verið haft við kaupmenn um lokanir gatna. Meðal kaupmanna sé mikil samstaða og segir Bolli að þeir hafi ekki verið virtir viðlits. „Borgaryfirvöld, með Dag B. Eggertsson í fararbroddi, hafa þvert á móti sýnt af sér valdhroka og yfirgang gagnvart okkur.“

Þá segir Bolli að Dagur hafi vitnað í kannanir þess efnis að rekstraraðilar væru hlynntir lokun götunnar. Bolli kveðst ekki kannast við þær kannanir, þvert á móti hafi síðasta könnun Zenterrannsókna fyrir Miðborgina okkar og Samtök verslunar og þjónustu sýnt mikla andstöðu meðal rekstraraðila.

„Þá segir borgarstjórinn enn fremur í viðtalinu að erlendar rannsóknir sýni að verslun aukist sé götum lokað fyrir bílaumferð. Fróðlegt væri að vita hvaða rannsókna hann vísar þar til og gott að minna á að við erum ekki erlendis. Alla vega er ljóst að verslunin hefur dregist verulega saman við lokun gatna í miðbæ Reykjavíkur. Íslendingum fækkar stöðugt í hópi viðskiptavina og æ færri skila sér til baka þegar opnað hefur verið aftur eftir tímabundnar lokanir undanfarinna ára. Tilraunin með lokun gatna hefur gjörsamlega mistekist og valdið gríðarlegu tjóni fyrir fjölda fyrirtækja og þar með starfsmenn þeirra.“

Óvinirnir ráðamenn borgarinnar?

Bolli kveðst að lokum hafa hreinlega áhyggjur af því að miðbærinn deyi endanlega ef ekkert verður að gert.

„Árásir hins þóttafulla borgarstjóra verður að stöðva áður en miðbærinn deyr endanlega. Flest okkar hefðu aldrei trúað því þegar við hófum rekstur að okkar skæðustu andstæðingar ættu eftir að verða ráðamenn borgarinnar, sem nú keppast við að gera okkur að „fyrrverandi kaupmönnum“ eins og borgarstjórinn orðar það. Ég skrifa fyrir mína hönd og aðgerðarhópsins „Björgum miðbænum“ sem studdur er af 250 verslunum, veitingahúsum og sjálfstætt starfandi rekstraraðilum, auk fjölda íbúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Í gær

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi