fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Árni steinhissa á Sigurborgu: „Svo er þetta „lækað“ af verðandi útvarpsstjóra“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þarna fer hún út í fordóma og svo er þetta „lækað“ meðal annars af verðandi útvarpsstjóra. Mér finnst það bara furðulegt,“ segir Árni Guðmundsson, Grafarvogsbúi til rúmlega þrjátíu ára og fulltrúi í íbúaráði hverfisins, í samtali við DV.

Grein sem Árni skrifaði og birtist á Vísi í gær vakti talsverð viðbrögð en í henni kvaðst hann verulega ósáttur með umræðuna um Grafarvog. Beindi hann spjótum sínum einkum að Hjálmari Sveinssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa í skipulags- og samgönguráði, og Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og formanns ráðsins.

Sjá einnig: Árna algjörlega misboðið: Segir hverfið ítrekað talað niður – „Hér hefur verið gott að búa“

„Keppast við að tala hverfið niður“

Árni hefur búið í Grafarvogi frá árinu 1989 og verið meðal annars virkur í félagsstörfum og menningarstarfi hverfisins. Í grein sinni kvaðst hann svekktur yfir hegðun sumra borgarfulltrúa sem hann sagði nánast „keppast við að tala niður og fara niðrandi orðum um hverfi og lífsstíl íbúa þess.“ Nefndi hann að frá árinu 2010 væri búið að leggja niður skóladeildir með sameiningum, fækka félagsmiðstöðvum, sameina leikskóla og nýjasta útspilið væri að leggja niður Korpuskóla.

Árni nefndi sérstaklega ummæli sem Hjálmar og Sigurborg létu falla. Sagði hann Hjálmar hafa farið afar niðrandi orðum í borgarráði um tvö hverfi borgarinnar, Kjalarneshverfi og Geldinganes, sem er hluti af Grafarvogshverfi. „Þar sem hvorki kindur, hestar né kýr hafa einu sinni viljað vera á beit,“ hefur Árni eftir Hjálmari.  Þá gagnrýndi hann ummæli Sigurborgar um hverfið og hefur eftir henni eftirfarandi ummæli: „Þar er algjör einangrun, þú átt bara að sitja einn í bílnum þínum og búa í þínu risastóra einbýlishúsi og lítið hugsað um félagsleg samskipti.“

Hissa og vonsvikinn

DV fjallaði um efni pistilsins í gær og brást Sigurborg við á Twitter með því að skjóta á Árna og segja: „Hvern einasta dag tekst mér fyrirhafnarlaust […] að reita miðaldra karlmenn til reiði.“ Hún deildi svo skjáskoti af frétt DV. Þó margir hafi lækað færslu Sigurborgar, eins og Árni bendir á, var hún einnig gagnrýnd. „Þú reittir mig líka til reiði og ekki er ég miðaldra karlmaður,“ segir til dæmis ein kona í þræðinum.

Árna þykir ekki mikið til viðbragða Sigurborgar koma og bætir við að hann sé í senn hissa og vonsvikinn.

„Þetta fólk er ekki að vinna fyrir alla Reykvíkinga en það er að þiggja laun frá öllum Reykvíkingum. Þannig að ég er alveg hissa. Fyrst er ég hissa á því hvernig þau leyfa sér að tala um hverfið mitt. Ég er einn af frumbyggjum hverfisins, þetta er frábært hverfi, ég er búinn að ala upp börnin mín þarna og mér þykir vænt um hverfið,“ segir Árni og bætir við að hann fái þá tilfinningu að umræddum borgarfulltrúum sé hreinlega í nöp við fólk sem vill ekki haga sínu lífi eins og þeim þóknast.

„Ég tek fram að mér er algjörlega sama hvernig þau haga sínu lífi. Ég vil líka fá að fara mínar slóðir í friði án þess að þau séu að bölsótast út í það og beita fordómum. Mér finnst þetta, miðaldra-eitthvað, frá sitjandi borgarfulltrúa bara vera fordómar. Þetta er lækað af borgarfulltrúa VG, varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar og þetta er lækað af fyrrverandi lögreglustjóra, fráfarandi borgarritara og verðandi útvarpsstjóra,“ segir hann og á þar við Stefán Eiríksson.

Árni segir að hann hafi þó að mestu fengið mörg jákvæð viðbrögð. „Gríðarlega mörg, persónuleg skilaboð, símhringingar, mér er bara og var verulega misboðið. Mér finnst þetta bara leitt ef pólitíkin er að fara út í svona, ég ætla ekki að segja skítkast, en svona hálfgerðar væringar. Þetta á ekki að vera svona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“