fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Draumabrúðkaup Daníels við Kleifarvatn endaði á pizzastað – „Ég trúði því ekki að þú myndir reyna að svíkja og pretta“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 17. febrúar 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag voru Geri allt slf. og forsvarsmaður félagsins, Daníel Sigurðsson, dæmd til að greiða Nýhugsun ehf. hátt í 185.000 krónur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Daníel og félagið þurfa að greiða upphæðina vegna ógreidds reiknings frá Nýhugsun sem setti upp veislutjald fyrir brúðkaupsveislu í júlí 2018.

Samkvæmt tölvupóstasamskipta á milli Daníels og Nýhugsunar sem birtast í dómnum kemur fram að samið hafði verið um leigu á fjörtíuogfimm fermetra tjaldi. Leigan á tjaldinu átti að vera 30 þúsund krónur, en uppsetningin á því 155 þúsund krónur, fyrir virðisaukaskatt.

Enduðu á Shake and Pizza

Umrædd Brúðkaupsveisla sem haldin var á Kleifarvatni og átti að innihalda innkomu Daníels á þyrlu. Veislan virðist þó hafa farið úrskeiðis. Í dómnum segir að tjaldið hafi verið of lítið, og vegna rigningar hafi rétt náðst að halda athöfnina áður en gestirnir fóru í bæinn á pizzastað.

„Gestir hafi brunað í bæinn og farið á staðinn Shake and Pizza í bjór og pitsu, en það hafi verið eini staðurinn sem hafi getað tekið við öllum þessum fjölda gesta með þessum fyrirvara.“

Eftir brúðkaupið sendi stefnandi málsins og forsvarsmaður Nýhugsunar reikning á Geri allt slf. Sem nam 184. 573 krónur fyrr virðisaukaskatt. Daníel sendi í kjölfarið kvörtun vegna reikningsins í tölvupósti. Hann sagði að tilboðið hafi átt við stærra tjald með álgrind, en hann hafi fengið minna uppblásið tjald, sem ætti að hafa verið ódýrara, samkvæmt fyrri tölvupóstsamskiptum.

Forsvarsmaður Nýhugsunar mótmælti staðhæfingu Daníels, hann sagði að hann hafi fengið minna tjaldið á betra verði, eða 184. 573 króna í stað 192.000 króna. Hann sagði einnig að tímagjald á uppsetningu hafi verið meira vegna lélegra aðstæðna. Daníel svaraði því, hann sagði að tímagjaldið ætti ekki að Skipta neinu og heimtaði að reikningurinn yrði lagaður.

„Þú virðist vera jafn óheiðarlegur og ósvífinn og talað er um“

Þá sendi forsvarsmaður Nýhugsunar á Daníel að hann væri tilbúinn að fara með málið fyrir dómstóla, væri reikningurinn ekki greiddur, auk þess sem hann hélt því fram að hafa margsinnis varaður við því að vinna verk fyrir Daníel.

„Sæll Daníel, Þú fékkst ekki tilboð í minna tjaldið, þú fékkst aðeins þær upplýsingar að það væri á ,,betra verði“ sem það klárlega er. Það eru einu forsendurnar sem þú hafðir. Það kemur hvergi fram að Rent-A-Tent reikni verð útfrá fermetra-fjölda og það höfum við aldrei gert. Ég er óhræddur við að reka þetta mál fyrir dómstólum, það er fín reynsla fyrir mig þar sem ég er lögfræðingur. Þú mátt ráðfæra þig við lögmanninn þinn um þá staðreynd að þú ert að láta félagið þitt greiða fyrir persónuleg útgjöld til þín. Ég geri ráð fyrir að þú vitir að það er ólöglegt og þér er ekki heimilt að nota reikninginn í bókhald félagsins. þegar ég tilkynnim þetta og þú þarft að greiða reikninginn persónulega þá má setja að upphæð reikningsins hækki í raun um 24%. Ég var ítrekaður varaður við að vinna þetta verk fyrir þig af aðilum sem þekkja til þín en ég trúði því ekki að þú myndir reyna að svíkja og pretta, sérstaklega þar sem verðið er það ódýrasta á landinu. Þú virðist vera jafn óheiðarlegur og ósvífinn og talað er um.“

Daníel og Geri allt slf. Voru dæmdir til að greiða reikninginn, sem var 184.574 krónur ásamt dráttarvöxtum, auk 350.000 krónur í málskostnað stefnanda. Í dómnum segir:

„Að mati dómsins verður hins vegar ekki séð á hvaða forsendum unnt sé að fallast á kröfustefnanda um greiðslu dráttarvaxta frá 5. september 2018. Ágreiningslaust er í málinu að aðilar málsins sömdu aldrei um gjalddaga kröfu, “

Dóminn má lesa í heilld sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans