fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Já iðnaðarmenn gjaldþrota í þriðja sinn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 8. febrúar 2020 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Já iðnaðarmenn verkstæði ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Framkvæmdastjóri og prókúruhafi fyrirtækisins er Jóhann Jónas Ingólfsson, þekktur kennitöluflakkari og glæpamaður. Hann var eigandi Já iðnaðarmanna sem fór í þrot fyrst 2017 en hóf umsvifalaust aftur starfsemi á nýrri kennitölu. Árið 2018 fór fyrirtækið aftur í þrot á nýrri kennitölu en hóf umsvifalaust aftur starfsemi á enn einni kennitölunni, þá fyrir Já iðnaðarmenn verkstæði ehf. Á síðasta ári stofnaði Jóhann enn eina kennitöluna, nú undir nafni Málning Múr og Meira ehf.

Sjá einnigSviðin jörð Jóhanns í Já iðnaðarmönnum

DV hefur fjallað nokkuð um Jóhann og Já iðnaðarmenn á undanförnum árum. Meðal annars hefiur DV haft heimildir fyrir því að margar kvartanir hafi borist vegna starfsemi Já iðnaðarmanna sem sumar hverjar hafa borist til eftirlitsaðila og jafnvel með kærum til lögreglu vegna meints brots á iðnaðarlögum þar sem ófaglærðir starfsmenn hafi verið settir í verkefni án þess að hafa tilskilin réttindi til að vinna. Hafi viðskiptavinir margir hverjir setið eftir með sárt ennið eftir viðskipti við Já iðnaðarmenn og sömuleiðis birgjar.

Jóhann Jónas hefur ítrekað komist í kast við lögin og víða skilið eftir sig sviðna jörð. Afbrotaferil hans má rekja allt aftur til tíunda áratugs síðustu aldar. Í frétt Pressunnar í september 1992 kemur fram að Jóhann, sem þá var 35 ára gamall, hefði komist yfir tuttugu sinnum í kast við lögin á átján árum.

Árið 1993 var Jóhann dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir innflutning á fíkniefnum og kynferðisbrot. Í kjölfarið ákvað hann að yfirgefa landið og sneri ekki aftur fyrr en dómurinn gegn honum hafði fyrnst.

Sjá einnig: 

Jóhann stofnar enn eitt fyrirtækið – „Hann er gjörsamlega siðlaus“

Já iðnaðarmenn gjaldþrota öðru sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi

Einn handtekinn til viðbótar vegna morðrannsóknar á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?

Árni deilir myndbandi af sænskri matarkörfu sinni – Hvað heldur þú að matarinnkaupin kosti?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur Elís fær þriggja ára dóm – Hefur áður verið dæmdur fyrir gróft ofbeldi gegn kærustum og barnsmóður

Guðmundur Elís fær þriggja ára dóm – Hefur áður verið dæmdur fyrir gróft ofbeldi gegn kærustum og barnsmóður
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dósasöfnun fótboltadrengja stolið –  „Þetta var mjög sárt fyrir þá, þetta er ekkert smá mikil vinna fyrir svona unga stráka“

Dósasöfnun fótboltadrengja stolið –  „Þetta var mjög sárt fyrir þá, þetta er ekkert smá mikil vinna fyrir svona unga stráka“
Fréttir
Í gær

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn

Vekur athygli á því sem hundur Hackman-hjónanna gerði þegar lögregla og sjúkralið komu á staðinn
Fréttir
Í gær

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári