Hjólabúnaður á Boeing 757-vél flugfélagsins Icelandair brotnaði á Keflavíkurflugvelli, líkt og sjá má á mynd hér að ofan.
Icelandair gat ekki tjáð frekar um málið við blaðamnn DV, en Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra gaf út yfirlysingu vegna málsins:
„Nú á fjórða tímanum var Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð virkjuð með fullu viðbragði vegna flugvélar á Keflavíkurflugvelli en við lendingu brotnaði hjólabúnaður flugvélarinnar. Um borð í flugvélinni eru 166 manns og enginn slys hafa verið tilkynnt á fólki. Viðbragðshópur Rauða krossins er á leið til Keflavíkur og mun veita farþegum áfallahjálp.“
Vélin er fjórða yngsta vél flugfélagsins, eða 19 ára gömul. Hún ber nafnið Herðubreið.