fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Söngvakeppni RÚV: Hver lagahöfundur fær hálfa milljón

Auður Ösp
Föstudaginn 7. febrúar 2020 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

“Lagahöfundar sem taka þátt í Söngvakeppninni á RÚV í ár fá greiddar 500 þúsund hver til að fullklára lagið. Söngvarar í lögunum fá greiddar rúmlega 100 þúsund krónur fyrir flutninginn, fyrst í hljóðveri og svo aftur fyrir framkomu á sviðinu.

10 lög keppa til úrslita í Söngvakeppninni í ár en keppnin hefst á tveimur undanúrslitakvöldum sem fara fram 8. og 15. febrúar og lýkur svo á úrslitakvöldinu 29. febrúar þar sem fulltrúi Íslands í Eurovision söngvakeppninni 2020 verður valinn.

Alls munu 19 manns flytja lögin í Söngvakeppninni í ár. Sjö lög hafa einn flytjanda, eitt lag hefur tvo flytjendur og þá eru tvö lög flutt af hljómsveit, annað af fjórum einstaklingum og hitt af fimm.  Þá eru 6 af flytjendum einnig titlaðir sem höfundar lags.

Í samtali við DV segir Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi og verkefnastjóri Söngvakeppninnar að RÚV greiði fyrir keppnina með ýmsu móti, ýmist til höfunda og flytjenda beint, eða með öðrum hætti. Höfundar laganna fá greiddar 500 þúsund krónur samtals: 400.000 kr. þegar þeir hafa skilað inn laginu í nóvember og svo restina eftir að keppnin hefur farið fram. Um verktakagreiðslur er að ræða. „Þessar 500.000 kr. eru hugsaðir sem kostnaður fyrir stúdíóleigu og upptökustjóra, búninga og svo utanumhald, framkvæmdastjórn, atriðis.

„Að auki greiðum við svo öllum listamönnum sem koma fram í upptökunni á laginu, söngvurum og hljóðfæraleikurum, samkvæmt taxta sem unnin var í samráði við FÍH.  Þessar tölur eru allt frá rúmum 35.000 kr, fyrir leik á eitt hljóðfæri, og upp í rúmar 110.000 kr. fyrir sólósöng. Við greiðum svo öllum listamönnum sérstaklega fyrir að koma fram á keppnunum. Bakraddir, dansarar og söngvarar fá allir greitt fyrir framkomuna allt frá  55.000 til 112.000 kr.“

Rúnar Freyr tekur fram að RÚV greiði fyrir allan kostnað sem tengist atriðunum á sviðinu, svosem leikmuni, sviðsmynd, ljós og grafík. Þá greiðir RÚV fyrir leikstjóra og raddþjálfara sem aðstoða keppendur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“