fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Bolli er ekki sáttur: „Lok lok og læs frá Hlemmi að Lækjartorgi“ – Ein lengsta göngugata heims

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 08:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú stendur til að útvíkka lokunarsvæðið og búa til eina lengstu göngugötu heims hér norður við heimskautsbaug. Lok lok og læs frá Hlemmi að Lækjartorgi árið um kring í andstöðu við yfirgnæfandi meirihluta rekstraraðila. Af fenginni reynslu að dæma getur þetta ekki endað með öðru en skelfingu.“

Þetta segir Bolli Kristinsson, athafnamaður sem löngum var kenndur við verslunina 17, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar gagnrýnir hann fyrirhugaða lokun fjölfarinna gatna í miðborg Reykjavíkur og deilir meðal annars á Guðrúnu Jóhannesdóttur, kaupmann í Kokku og formann Miðborgarinnar okkar.

Er þetta vilji viðskiptavina?

Guðrún og Bolli hafa skipst á orðum að undanförnu en Guðrún ritaði grein í Morgunblaðið í síðustu viku. Svaraði hún þar annarri grein Bolla þess efnis að Miðborgin okkar væri ekki að vinna í samræmi við vilja meirihluta rekstraraðila á svæðinu.

„Sem svar við þessu kveðst Guðrún vera að vinna fyrir viðskiptavininn. Gott og vel. En er það vilji viðskiptavina að Laugavegi, Bankastræti og Skólavörðustíg verði lokað? Mér er það mjög til efs. Vera má að almennar viðhorfskannanir meðal borgarbúa sýni slíka niðurstöðu, en þekkja allir aðspurðir til aðstæðna? Þú þekkir jafnvel og við hin að götulokanir undanfarinna ára hafa stórskaðað rekstur á svæðinu með þeim afleiðingum að fjöldi þekktra og rótgróinna fyrirtækja hefur flust í burt og blómstrar nú sem aldrei fyrr annars staðar – þar sem aðgengið er gott,“ segir Bolli meðal annars.

Eins og borgarfulltrúi Samfylkingar

Hann segir að lokanir gatna í miðbænum geri samkeppnisstöðu verslunar á svæðinu verri en ella. Íslendingar séu búnir að fá sig fullsadda af því að komast ekki greiðlega leiðar sinnar.

„Hvernig stendur á því að þið sem stýrið samtökum sem gefa sig út fyrir að vera hagsmunasamtök rekstraraðila á svæðinu standið ekki með rekstraraðilum á svæðinu sem hafa hafnað lokunum? Stundum mætti halda að þú værir í hlutverki borgarfulltrúa Samfylkingarinnar en ekki formanns Miðborgarinnar okkar – svo mjög sem þú talar á móti okkar stærsta hagsmunamáli. Kannski væri ráð að breyta nafni Miðborgarinnar okkar í „Miðborgin þeirra“ með vísun til þeirra þarna í Ráðhúsinu.“

Bolli segir að útvíkkun lokunarsvæðisins muni hafa slæm áhrif. „Umferðina um svæðið þarf þá að teyma í enn frekari krókaleiðir inn um íbúðarhverfin. Hvað ætli íbúar við Grettisgötu segi um það, eða Njálsgötu, Bergstaðastræti og Þingholtin? Vart mun meiri umferð bíla gleðja þá.“

Rekstraraðilar sem hafa farið

Bolli bendir svo á að fjöldi fyrirtækja sé horfinn en sjálf hafi Guðrún nefnt að nýjar verslanir spretti upp úti á Granda. „En Grandi er ekki miðbær Reykjavíkur. Ekkert frekar en Skeifan eða Ármúli. Við erum að tala um Laugaveg, Bankastræti og neðri hluta Skólavörðustígs. Þú nefnir dæmi um örfáar verslanir sem tekið hafa til starfa síðastliðin tvö ár. Að sjálfsögðu fögnum við heilshugar öllum nýjum verslunum. En þér láðist að nefna þann mikla fjölda fyrirtækja sem hefur yfirgefið okkur á sama tíma,“ segir hann og nefnir svo þá rekstraraðila sem hafa kvatt Laugaveg og Skólavörðustíg á undanförnum misserum.

„Michelsen, Lífstykkjabúðin, Kirkjuhúsið, Tískuverslunin Flash, Sigurboginn, Reykjavík Live, Kroll, Maia, Tískuverslunin Brá, Tískuverslunin Dís Dís, Galleria, Gallerí Korka, Reykjavík Foto, Herrahúsið, Stefan B, Rauðhetta og úlfurinn, GK, B16 lífsstílsbúð, Spaksmannsspjarir, Gjóska og Ostabúðin. Við sjáum öll eftir þessum verslunum og við myndum líka sjá eftir Kokku ef hún yfirgæfi miðbæinn. Ef gerræðisleg vinnubrögð og yfirgangur meirihluta borgarstjórnar með minnihluta atkvæða nær fram að ganga á eftir að verða neyðarástand í miðbænum, sem verður þá ekkert annað en lífvana minnismerki um hrokafulla og vanhæfa borgarstjórn og borgarstjóra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt