Hulda Hólmkelsdóttir, upplýsingafulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns Framboðs, segist verða fyrir mismunun vegna aldurs og sambandsstöðu í færslu sem hún birti á Twitter.
„Ahhhh að vera einhleypur í samfélagi sem gerir ráð fyrir að allir eigi maka. Ég skulda ekkert, hef aldrei lent í vanskilum, aldrei átt neitt. Lækka samt í lánshæfismati vegna þess að ég er ung og einhleyp.“
Hulda segist ekkert skulda og aldrei hafa lent í vanskilum, en samt lækka í lánshæfismati vegna þess að hún er einhleyp og ung.
Tíst huldu hefur fengið nokkur viðbrögð, meðal annars frá Sólveigu Skaftadóttur, starfsmanni þingflokks Samfylkingarinnar, en hún heldur því fram að óhagstætt að vera einhleypur.
„Já, það er bara ekki hagstætt að vera einhleypur. Maður þarf einn að standa kostnað af svo mörgu fyrir utan húsnæðislán eins og tryggingum, hita og rafmagni, fasteignagjöldum, neti, 2 hamborgurum og 400 g af hakki, heilum gúrkum sem við hendum helmingnum af etc.“