fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Langt fram úr áætlun

Svarthöfði
Laugardaginn 1. febrúar 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfði varð hugsi í vikunni eftir að hafa lesið kynningu Eflingar á kröfugerð félagsins í samningaviðræðum við borgina. Þar eru launakröfurnar settar í samhengi við braggann í Nauthólsvík sem olli nokkru fjaðrafoki hér um árið. Bragginn var gott dæmi um kæruleysi opinberra stofnana í meðferð á almannafé, um verkefni sem fóru langt, langt fram úr áætlunum. Nýlega var það Sorpa sem vakti ólgu vegna gegndarlausrar framúrkeyrslu. Það vekur Svarthöfða líka til umhugsunar. Þessi orð „langt fram úr áætlun“ eru að birtast okkur almenningi alltof oft. Svo oft að þetta er eiginlega orðið vandræðalegt. Opinberar framkvæmdir á Íslandi eru að verða smánarblettur á samfélagi okkar. Við erum ekki það stór þjóð. Svo til að kóróna þessa vitleysu þá er aðilum sem sýsla með fjármuni okkar almennings farið að finnast þetta bara ósköp eðlilegt.

Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu, hefur harðlega gagnrýnt skýrslu innri endurskoðunar vegna 1,4 milljarða framúrkeyrslu. Hann kveður áætlanir meira að segja hafa staðist frekar vel svona í hlutanna samhengi. Enda greinilega orðið svo ótrúlega hversdagslegt að áætlanir standist engan veginn, að það er eiginlega bara gert ráð fyrir því frekar en að þær standist. Og svo hversdagslegt að mönnum þykir nú eiginlega bara hálf bjánalegt að vera að gera eitthvað veður út af því.

Svarthöfði hefur enga sérfræðiþekkingu á opinberum framkvæmdum eða endurskoðun en það væri kannski einhvers konar lausn að þegar fyrirséð er að eitthvað í áætlun standist ekki, þá verði það regla að gerð sé ný áætlun og hún kynnt rækilega. Jafnvel kynnt almenningi. Hinu opinbera er hreinlega ekki treystandi fyrir þessu lengur.

Svarthöfði telur að áherslur ríkis og sveitarfélaga í hagræðingum og sparnaði ættu frekar að liggja í því að taka til í málaflokknum „opinberar framkvæmdir“, þá værum við kannski með starfshæfan Landspítala og leikskólastarfsfólk á mannsæmandi kaupi. Einkaaðilar geta farið í milljarða framkvæmdir án þess að fara í þrot. Af hverju getur hið opinbera það ekki? Kannski því starfsmenn og embættismenn hins opinbera bera enga fjárhagslega ábyrgð á þessum vandræðalegu framúrkeyrslum. Nei, það eru bara við, almenningurinn, sem borgar brúsann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys

Lögmenn gagnrýna að „fyrirtæki úti í bæ“ rannsaki umferðarslys
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Í gær

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“
Fréttir
Í gær

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“

Mogginn skýtur föstum skotum á Ingu Sæland: „Svik eru ekki svik, heldur eitthvað allt annað“